Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. nóvember 2016

Þemadagar-Dagur íslenskrar tungu

"Upp undir Laugarásnum" hluti nemenda úr 7.-8. bekk
1 af 8

Nú eru yfirstaðnir þemadagar sem voru 14.-16. nóv sl. Þemað var: Lögin/textarnir hans Ladda. Hver nemendahópur fékk úthlutaða nokkra texta sem kennarar höfðu valið og skipt á milli hópanna. Hlutverk nemanda var svo að vinna með textana og eða lögin og tengja vinnuna við íslensku því að uppskeruna átti að nota til að halda "veislu" vegna afmælis Jónasar Hallgrímssonar eða dags íslenskrar tungu í Félagsheimilinu. Hugmyndin var að breyta Jónasi í Ladda og tengja við gleði sem er einn hornsteinn skólans. Unnin voru verkefni sem tengdust rími, samsettum orðum og flokkun orða í íslensku, persónur Ladda voru skoðaðar ásamt því að kynnast honum sjálfum betur. Vinsælast var hjá nemendum að búa til video verk þar sem þau nýttu sér tæknina og spjaldtölvurnar. Sú vinna krafðist margþættrar leikni m.a. í leiklist, dans, tónlist, upplestri, upptöku, klippingu efnis og þekkingar á forritinu sem nemendur völdu að vinna í.

 

Takk allir fyrir komuna, það var mjög ánægjulegt að sjá hve margir komu í Félagsheimilið og við hlökkum til að fylla það aftur þegar árshátíðin verður. Takk Laddi fyrir skemmtunina og allt það efni sem þú hefur samið, þú ert snillingur Laughing

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón