Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 30. október 2020

Takmarkanir á skólastarfi í byrjun nóvember 2020

Ef hver og einn sinnir sóttvörnum gerir sá hinn sami sitt besta
Ef hver og einn sinnir sóttvörnum gerir sá hinn sami sitt besta

Vegna hertra takmarkana þarf að endurskipuleggja kennslustundir allra námshópa. Beðið er eftir minnisblaði frá menntamálaráðherra sem verður leiðbeinandi í þeirri vinnu. 

Helstu takmarkanir nú þegar sem eiga við skólann:

  • að hámarki eru 25 nemendur saman á hverjum tíma í hverju rými ef hægt er að tryggja 2 m regluna
  • Íþróttir óheimilar.
  • Sundlaugum lokað.
  • Sviðslistir óheimilar.
  • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
  • Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Einhverjir nemendur eru búnir að sauma sér fjölnota grímur sem við hvetjum þá til að nota annars verða grímur verða í skólanum fyrir alla. Mikilvægt er að nota andlitsgrímur rétt. Myndband um grímunotkun má sjá hér endilega farið yfir með börnunum hvernig á að nota grímu.

 

Njótið annars löngu helgarinnar.

Gerum okkar besta og hugum vel að sóttvörnum

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón