| žrišjudagurinn 12. mars 2013

Stóra upplestrarkeppnin

Allir fengu višurkenningarskjal aš lestri loknum
Allir fengu višurkenningarskjal aš lestri loknum

 Stóra upplestrarkeppnin var haldin á sal G.Þ. fimmtudaginn 7. mars sl. Þar öttu kappi nemendur 7. bekkjar,sem að þessu sinni eru þrír. Þau mættu í sínu fínasta pússi og lásu af stakri snilld fyrir gesti sína, sem voru foreldrar og kennarar að ógleymdum dómurunum sem kváðu svo upp þann dóm að fulltrúi G.Þ. á lokakvöldi Stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum á Ísafirði, n.k. miðvikudagskvöld 13. mars, skyldi vera Gabriela Embla Zófoníasdóttir. Varamaður er Caroline Rós Jóhannesdóttir. Þau gerðu það ekki endasleppt, krakkarnir, og buðu upp á kaffi og kökur sem þau höfðu sjálf bakað í heimilisfræði fyrr um daginn. Kökurnar smökkuðust afar vel og var haft á orði að kannski væri það ekki svo vitlaust að þau gerðu út á þetta tvennt og byðu upp á "pakkadíl" lestur og bakstur.

 

« 2017 »
« Mars »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón