Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 9. maí 2024

Skólaþing

Simas sem þingmaður í ræðustól
Simas sem þingmaður í ræðustól
1 af 3
Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni heimsækir starfsfólk skrifstofu Alþingis grunnskóla á landsbyggðinni og setur upp eins konar Skólaþing fyrir nemendur í efstu bekkjunum. Markmið heimsóknanna er að efla lýðræðisvitund, fræða nemendur um störf Alþingis og veita innsýn í dagleg störf þingmanna.
 
Á Alþingi hefur Skólaþing verið starfrækt frá árinu 2007 en á slíku þingi fara nemendur í hlutverkaleik þar sem þeir setja sig í spor þingmanna og fylgja reglum um starfshætti Alþingis.
 
Á miðvikudaginn 8. maí voru nemendur í 9.-10. bekk svo heppnir að kynnast þingstörfum og urðu "þingmenn" með nemendum í G.S og G.B í Grunnskólanum í Bolungarvík. Við þökkum Alþingi kærlega fyrir fræðsluna og vonum svo sannarlega að við eigum eftir að sjá einhverja nemendur á Alþingi í framtíðinni.
« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón