Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 14. september 2022

Skólaferðalag til Danmerkur

Taka 1) Hópmynd af nemendum frá Þingeyri, Langeland og Taliin
Taka 1) Hópmynd af nemendum frá Þingeyri, Langeland og Taliin
1 af 2

Í lok ágúst fóru nemendur í 7.-10. bekk í skólaferðalag til Danmerkur. Nánar tiltekið til Langeland í skóla sem heitir Kassebølle. Þar hittu nemendur og kennarar nemendur og kennara frá Danmörk og Eistlandi sem heimsóttu Grunnskólann á Þingeyri í lok apríl á þessu ári. Sonja og Borgný fóru fyrir hópnum.

Nemendur tóku m.a. þátt í morgunsöng alla morgna í Kassebølle, gistu á dönskum heimilum, heimsóttu víkingasöfn (þema verkefnisins voru víkingar og handverk), tóku ferju til eyjarinnar Strynø, gengu um gamlan ekta danskan bæ sem heitir Rødkobing. Einnig var haldið fyrir nemendur skemmtilegt partý (en stóra diskóið sem haldið var hér á Þingeyri var kveikjan að því-þau héldu að við hefðum sett það upp bara fyrir þau). Það var líka mjög gaman að læra leik sem bar heitið "Húkka síld á Íslandi".

Flestir nemendur hafa lært að vera þakklát fyrir það sem þau hafa, aukið viðsýni, notið tækifæranna til að kynnast ólíkum menningarheimum og ferðast með vinum sínum. Einnig kom dönsku kunnátta eða hæfni nemenda til að skilja og tala þeim sjálfum á óvart.

 

Við viljum þakka öllum sem hafa komið að því að aðstoða okkur við að láta þetta verkefni verða að veruleika kærlega fyrir alla aðstoðina. Það tekur heilt þorp að ala upp barn. Nemendur og kennarar eru spenntir að fara til Eistlands núna í lok september nánar tiltekið til Tallin. 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón