Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 13. júní 2023

Skólaárið 2022-2023 lokið

Yngstastig (mynd. Lilja Lalíla)
Yngstastig (mynd. Lilja Lalíla)
1 af 4

Skólaárinu lauk með skólaslitum 1. júní sl. Útskriftarathöfn var í kirkjunni þar sem skólastjóri fór yfir helstu afrek og viðburði skólaársins. Einnig hvatti hann nemendur og foreldra til að vera ábyrgir notendur þegar kemur að skjátíma. Skólastjóri minntist einnig á gervigreind og tækifæri til menntunar, en Grunnskólinn á Þingeyri vill mennta börn til framtíðar ekki fortíðar. Umsjónarkennarar afhentu nemendum vitnisburð og nemendur í tónlistarskólanum komu fram. Einn nemandi í 10. bekk lauk formlega sinni grunnskólagöngu sem er ávallt ákveðin tímamót í lífi hvers og eins. Við óskum Kristjönu Rögn til hamingju með áfangann og óskum henni gæfu og gleði í framtíðinni. Eftir athöfnina í kirkjunni var veglegt skólaslitakaffi Kvenfélagsins Vonar í Félagsheimilinu og handverka sýning með verkefnum nemenda í skólanum. Það var sannarlega hátið í bæ þennan dag.

 

Skólastarf hefst aftur mánudaginn 21. ágsút með skólasetningu "á sal". Nemendur og foreldrar verða einnig boðaðir í nemendaviðtöl þann dag.

 

Samþykkt skóladagatal fyrir skólaárið 2023-24 er hér

 

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón