Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 26. maí 2012

Skipulag síðustu skóladaga vorið 2012

Þriðjudagur 29. maí

Grænn dagur                                                            

Nemendur mæta kl. 08:10 til síns umsjónarkennara. Farið verður yfir skipulag dagsins og sýnd stuttmynd ,,Skógurinn og við“. Síðan taka nemendur til hendinni við að gróðursetja í skólareitinn og snyrta umhverfi skólans. Allir vinna að verkefnum úti og verða því að koma klæddireftir veðri. Nemendur hafi með sér fernudrykki og meðlæti í morgunnesti sem snætt verður úti. Í hádegi verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa. Foreldrar eru hvattir til að koma og taka þátt. Grillað verður

kl. 12:00. Skólabíll fer klukkan.12.30.   


Miðvikudagur 30. maí – ferð að Hrafnseyri                                                                        

Þessi dagur er skipulagður af Leik- og Grunnskólanum og foreldrafélögum beggja skólanna. Nemendur Grunnskólans mæti kl. 08:10 að morgni til síns umsjónarkennara og að því loknu verður haldið að Hrafnseyri í rútum. Þar tekur staðarhaldari á móti hópnum og kynnir okkur staðinn og sögu hans. Nemendum koma klæddir eftir veðri og hafa með sér fernudrykki og meðlæti. Í hádegi grillum við ásamt Leikskólanum á Víkingasvæðinu frá kl. 11:30 og förum í leiki. Foreldrum er velkomið að vera með okkur þegar grillað verður. Skólabíll fer heim með nemendur kl.12:30 frá Víkingasvæðinu.   


Fimmtudagur 31. maí  – starfsdagur kennara – frídagur hjá nemendum.


Föstudagur 1. júní - skólaslit í Þingeyrarkirkju kl. 14.00 – sýning á munum nemenda                                                                                                       

Skólaslit fara fram í Þingeyrarkirkju  kl.14:00 -15:00. Eftir skólaslit verður Kvenfélagið með sína margrómuðu kaffisölu í
Félagsheimilinu til kl. 18:00. Jafnframt verður sýning á verkefnum og munum sem nemendur sem hafa unnið í verk- og listgreinum í vetur. Sýningin verður opin milli kl. 15:00 og 17:00. Óskað eftir því að nemendur komi og taki sína muni milli kl. 17:00 – 18:00. Athugið að ekki er gert ráð fyrir að munir verði fjarlægðir af sýningu fyrr en henni lýkur kl. 17:00.                                                             

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri þakkar foreldrum og nemendum samstarfið á skólaárinu og óskar ykkur öllum ánægjulegs sumars. 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón