Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. maí 2014

Síðustu dagar skólaársins 2013-14

Grænidagurinn 2013
Grænidagurinn 2013

Senn líður að lokum hjá okkur skólaárið 2013-2014. Næsta vika einkennist af samvinnu og gleði okkar allra í skólanum.

Leikjadagurinn: Mánudaginn 26. maí fáum við heimsókn frá Grunnskólanum í Bolungarvík ásamt vorskólanemendum. Ætlum við að eiga með þeim gleðistund með leik og skemmtun frá kl 09:00 - 12:00. Við mætum engu að síður í skólann á okkar venjulega tíma kl 08:10 og eigum stund saman áður en við löbbum niður á íþróttasvæði. Nemendur þurfa að hafa með sér nesti og drykk til þess að njóta í kaffitímanum. Klukkan 12:00 grillum við saman með foreldrafélaginu hamborgara. Áætluð lok á skóladeginum er í kringum 12:45. Skólabílinn fer heim kl 13:00.

Grænidagurinn: Þriðjudaginn 27. maí ætlum við að vinna saman af því að gera umhverfið okkar fallegra með því að týna rusl, sópa og hreinsa hér í kringum skólann okkar. Við hefjum skólann kl 08:10 og endum daginn kl 12:30. Skólabílinn fer heim kl 12:30. Á þessum degi þarf einnig nesti og drykk en við grillum hér saman í hádeginu. 

Starfsdagur og Uppstigningadagur: Frí hjá nemendum 28. og 29. maí. 

Skólaslit og skólasýning, ásamt kaffi er svo á föstudaginn 30. maí. Hefjast skólaslit kl. 15:00 í kirkunni. Skólasýning verður í skólanum og kaffið í Félagsheimilinu okkar að hætti Kvenfélagsins Von. 

Að lokum viljum við endilega að foreldar gefi sér tíma og taki þátt í þessum dögum með okkur eftir bestu getu. Minnum á að nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri þar sem við erum að mestu úti þessa daga.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón