Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 27. september 2016

"Safety street"/"Örugg gata

Nemendur að fylgjast með kynningu á verkefninu
Nemendur að fylgjast með kynningu á verkefninu
1 af 4

Skólanum gafst það skemmtilega tækifæri að vinna með 4 frábærum ungum landslagsarkitektum frá Ítalíu. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa voru á Þingeyri í rúman mánuð á vegum kaffihússins og verkefnum því tengdu. Í samstarfi við skólann urðu til hugmyndir af öruggu og hamingjusömu umhverfi og til varð tilrauna verkefnið "Safety street" eða "Örugg gata". Verkefnið á að minna ökumenn á að hér er skóli og börn við leik og störf og minna ökumenn á hraðatakmarkanir. Hugmyndin er að fyrir framan skólann verður gatan máluð með þríhyrndu mynstri sem nemendur hanna munstur inn í. Því miður hefur veðrið verið of blautt til að mála götur undanfarið en við stefnum á að gera götuna fyrir framan skólann litríka og fallega í vor. Verkefnið er unnið í samvinnu við Ísafjarðrabæ og Vegagerðina með það markmið að draga úr hraða ökutækja.

 

Yngri nemendum gafst einnig tækifæri til að hitta Ítalana og spjölluðu þau saman á ensku. Nemendur komu gestunum og kennurum á óvart og fóru létt með að tjá sig. Gestirnir voru undrandi á starfinu innan skólans og fannst nemendur fá fullt af jákvæðum möguleikum til náms, hvort sem um var að ræða bóklegt eða verklegt nám. Þau sögðu að skólar í Ítalíu ættu að taka okkur til fyrirmyndar. Við vorum auðvitað í skýjunum með þau ummæli og þökkum þeim fyrir komuna og vonumst til að sjá þau aftur.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón