Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 11. desember 2021

Rauðurdagur í G.Þ.

Elfar Logi við endurunna jólatréð að kynna fyrir okkur jólapóst verkefnið
Elfar Logi við endurunna jólatréð að kynna fyrir okkur jólapóst verkefnið
1 af 5

Rauðadagshuggulegheit í góðu vetrarveðri á skólalóðinni heppnaðist vel. Margir foreldrar kíktu við og nemendur buðu í heitt súkkulaði með rjóma og sírópslengjur sem þeir bökuðu á skreytingardaginn. Börnunum á Laufási var líka boðið og það var mikið fjör þegar þau byrjuðu að renna sér með skóla börnunum í brekkunni fyrir ofan skólann. Áhugasviðsverkefni voru sýnd á sjónvarpsskjá ásamt umfjöllun elsta stigs á áhugasviðstimunum sem skipta flesta nemendur skólans greinilega mjög miklu máli: "Það er gaman í áhugasviði, við erum að læra og hafa gaman á sama tíma, það mættu vera fleiri tímar, meira frelsi og aðrir nefndu að það þyrfti ekki að breyta því neitt".

 

Elfar Logi og Marsibil (afi og amma Sögu) komu með afar fallegan jólapóstkassa og kynntu verkefnið Jólasleðinn sem má lesa meira um hér. G.Þ. verður pottþétt með og þó nokkur bréf nú þegar komin í kassan sem staðsettur er á bókasafninu. 

Nemendaràð hélt svo jólaballsdiskó um kvöldið fyrir alla nemendur með aðstoð Sigga. Nemendur mættu í sparifötum, dans salurinn var jólaskreyttur, leitað var að jólastöfum og nefið sett á snjókarlinn. 

Munum að vera þakklát og njóta aðdraganda jólanna. 

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón