Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 12. desember 2013

Rauðidagurinn, Tarzan, orkuskortur og pakkaskipti

"Jólagluggi"

Nú líður tíminn og mikið um að vera. Á morgunn föstudaginn 13. desember er rauðidagurinn hjá okkur (sjá skipulag desember) og bjóðum við ykkur velkomin að koma til okkar kl. 11:00 og sjá afrakstur áhugasviðstímanna ásamt því að smakka á dýrindis piparkökum, kaffi og kakó. Endilega bjóðið öllum þeim sem vilja koma með og sjá hvað nemendur eru búnir að vinna vel í sínum vekefnum.

Í dag fimmtudaginn 12.12.13 ætlum við að vera með óhefðbundinn tíma í íþróttum. Við ætlum að fara öll saman og hafa gaman í Tarzan-leik. Að öðru leiti verður skóladagurinn hefðbundinn.

Við þurfum að gera ráðstafanir í sambandi við sundtíma í næstu viku þar sem sundlauginn okkar þarf að vera lokuð í óákveðinn tíma vegna orkuskorts frá og með deginum í dag. Það verður ekki gefið frí í þessum tímum heldur finnum við önnur viðfangsefni til að fást við.

Í næstu viku verða svo jólamaturinn ásamt litlu jólunum. Vill minna á pakka sem nemendur koma með að heiman fyrir 500 krónur á litlu jólin til að skiptast á við samnemendur sína.

Hlýjar kveðjur frá skólastjóra og kennurum Smile

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón