| föstudagurinn 3. apríl 2020

Páskafrí

Sæl

Nú erum við að sigla inn í páskafrí, kærkomið. Þetta hafa verið undarlegar vikur en saman höfum við komist í gegnum "allskonar". Nemendur hafa staðið sig mjög vel í breyttum aðstæðum, þó svo þau langi til að hafa allt venjulegt aftur, eins og við öll. Því miður verður ekki neitt "venjulegt" alveg strax þar sem samkomubann hefur verið framlengt til 4.maí. Því munum við halda áfram eftir páskafrí, eins og við höfum verið að gera. Hins vegar mun ég láta ykkur vita um allar breytingar, ef einhverjar verða. Þið megið því gjarnan fylgjast vel með tölvupóstum, sem og heimasíðu og fb-síðu skólans.

Vonandi hafið þið það sem allra best um páskana, getið ferðast um næsta nágrenni (sem og innanhúss). Munum bara eftir 2m reglunni og að hlýða Víði í einu og öllu.

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón