Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 30. september 2022

Ólympuhlaup G.Ţ.

Viđ ráđsmarkiđ
Viđ ráđsmarkiđ
1 af 36

Nemendur G.Þ. og elstu börnin á Laufási tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, föstudaginn 23. september sl. í blíðskaparveðri. Nemendur gátu valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km og völdu margir 10 km. Hlaupið gekk vel og nemendur og starfsmenn stoltir og ánægðir með daginn. 

Nemendur, kennarar og foreldrar sprettu aldeilis úr spori og hlupu samtals 270 km og höfðu gaman af hreyfingunni og útiverunni. Af þessum 270 km hlupu nemendur 250 km. Vel gert! Eftir hlaupin fengu allir banana og fóru svo í sund.

 

Með hlaupinu er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Myndir frá hlaupinu má sjá hér til hliðar (Dísa Sóley á heiðurinn af þessum flottu myndum).

« 2023 »
« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón