Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. september 2021

Ólympíuhlaup-skólahlaup 2021

Svo kom haustið og skyndilega veturinn. Sem betur fer náðum við góðu veðri þann 15. september til að hlaupa ólympíuhlaupið. Það eru orð að sanni að haustið er búið að vera heldur blaut þetta árið og veturinn skall á með trukki núna síðustu vikuna í september. 

Nemendur stóðu sig mjög vel í hlaupinu ásamt elstu tveimur hópunum á Heilsuleikskólanum Laufás. Nemendur höfðu um þrjár vegalengdir að velja 2,5 km, 5 km og 10 km. Samanlagðir km voru 236 með gestum og leikskóla. Vel gert og til hamingju með árangurinn. Margir nemendur stóðust markmið sín og bættu tíma sína verulega. Nemendur G.Þ. skelltu sér svo aðeins í sundlaugin og heitapottinn eftir hlaupið. 

 

 

Mjög ánægjuleg hlaupastund er liður af göngum í skólann ásamt hvattingu til hreyfingar hjá ÍSÍ

Dísa Sóley tók fullt af flottum myndum og má sjá brot af þeim hér til hliðar.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón