Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 30. apríl 2018

Munum eftir hjálminum

1. bekkur í G.Þ. spenntir fyrir gjöfinni sem þeir voru að fara fá afhenta
1. bekkur í G.Þ. spenntir fyrir gjöfinni sem þeir voru að fara fá afhenta
1 af 2

Nú þegar vorið er komið er vert að minna á notkun hjálma þegar við erum að hjóla, renna okkur á hjólabretti og/eða hjólaskautum. Helena skólahjúkrnuarfræðingur kom í heimskókn í skólann um daginn og var með fræðslu fyrir yngsta stig og nemendur í 4. bekk um hjálmanotkun. Það er mjög mikilvægt að vera með hjálm eins og við sjáum þegar Helena missti eggið í gólfið og svo eggið sem var með hjálm.

 

Hjálmaverkefni Kiwanis með hjálm á höfði rataði til okkar í G.Þ. í síðustu viku og fengu nemendur í 1. bekk afhenta hjálma með viðhöfn á kaffistofu kennara. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum 1.bekk reiðhjólahjálma. Bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp  við hjólreiðar sem afar vinæl frístundaiðkun auk þess að vera góð samgönguleið.  Hjálmarnir nýtast einnig vel við notkun hjólabretta og hjólaskauta. Nemendur voru ánægðir með gjöfina og þakklátir.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón