| sunnudagurinn 17. mars 2013

Lokakvöld Stóru upplestrarkeppninnar

Frá lokakvöldinu í Hömrum
Frá lokakvöldinu í Hömrum

Miðvikudagskvöldið 13. mars sl. var lokakvöld Stóru upplestrarkeppninnar haldið í Hömrum á Ísafirði. Þar voru samankomnir þeir nemendur 7. bekkja sem þótt höfðu skara fram úr í sínum skólum. Þeir voru 8 að þessu sinni og allir fluttu sína texta og ljóð óaðfinnanlega. Fulltrúi okkar var hún Gabriela Embla Zófoníasdóttir og var hún sjálfri sér, fjölskyldu sinni og okkur öllum til mikils sóma. En það geta ekki allir verið í efstu þremur sætunum. Í 1. sæti var bolvísk mær og í 2. og 3. sæti voru ísfirskir drengir. Þau voru öll vel að sigrinum komin. Þessi upplestrarkeppni er alltaf hin mesta skemmtun - því þar er líka boðið upp á tónlistaratriði. Það er alveg augljóst að við Vestfirðingar eigum mikinn fjölda hæfileikaríkra ungmenna sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón