Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 20. mars 2019

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Matti les fyrir hönd G.Þ.
Matti les fyrir hönd G.Þ.
1 af 2

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Hömrum á Ísafirði í gær, 19. mars. Þar leiddu saman hesta sína 10 lesarar sem valdir höfðu verið fulltrúar sinna skóla í undankeppnum skólanna. Þeir stóðu sig allir með stakri prýði og höfðu bæði bæjarstjórinn okkar og fulltrúi dómnefndar orð á því að það þyrfti hugrekki og dug til að standa fyrir framan fullan sal af fólki og lesa/flytja ljóð og sögubúta af yfirvegun og vandvirkni. Sem þessir krakkar gerðu svo sannarlega. Dómnefndinni var því vandi á höndum, en hún komst að lokum að niðurstöðu. Það voru þau Guðrún Eva Bjarkadóttir, Hákon Ari Heimisson og Hekla Hallgrímsdóttir, öll frá Grunnskólanum á Ísafirði, sem skipuðu 3 efstu sætin. Kristinn Hallur Jónsson frá Grunnskóla Bolungarvíkur hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegan flutning á gömlu, góðu Aravísunum.

Baldur Sigurðsson, fulltrúi dómnefndar sagðist hafa farið á margar lokakeppnir í gegnum árin, en alltaf væri sérstakur hátíðarblær yfir lokahátíðinni á Ísafirði. Þetta er því alltaf sannkölluð loka- og uppskeruhátíð, sem ber nafn með rentu.

Fulltrúinn okkar, Ástvaldur Mateusz Kristjánsson (Matti) var sjálfum sér, fjölskyldu sinni og skólanum til mikils sóma og las af miklum myndarbrag sinn texta og ljóð.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón