Erna H÷skuldsdˇttir Erna H÷skuldsdˇttir | mi­vikudagurinn 30. septemberá2020

List fyrir alla

Annan föstudag í september var list fyrir alla. Nemendur sáu danssýningu og tóku þátt í vinnustofu í íþróttahúsinu. Á milli vinnustofa fóru hóparnir í sund. List fyrir alla er barnamenningarverkefni og er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

 

Stefnt er að því að yfir tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Nemendur kynnast fjölbreytileika listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum.

 

Takk fyrir okkur Vala og Snædís þetta var mjög skemmtilegt og við nutum þess að hreyfa okkur saman og með ykkur. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu List fyrir alla

 

Kveðja frá dönsurunum:

Við viljum þakka kærlega fyrir frábæra viku hjá ykkur fyrir vestan. 

Þið og nemendur ykkar tókuð svo fallega á móti okkur sem og starfsfólk íþróttahúsanna. 
Það var frábært að hitta alla þessa nemendur og dansara. 

Framtíðin er svo sannarlega björt á Vestfjörðum. 

Gangi ykkur áfram vel með alla ykkar fallegu vinnu.

Sendum dansandi kærar kveðjur,

Vala og Snædís.

« 2024 »
« Febr˙ar »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

K÷nnunin

Valdir tenglar

Vefumsjˇn