Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 31. janúar 2017

Lesferill, ný viðmið

Lesfimi  er  samsett  færni  sem  felst  í  leshraða,  lestrarnákvæmni,   áherslum og hrynjandi í lestri.
Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri.

Lesferill er nýtt matstæki sem unnið er af læsisteymi Menntamálastofnunar. Lesferll er "tæki" sem við í Grunnskólanum á Þingeyri höfum ákveðið að nýta okkur til að meta grunnþætti læsis s.s. lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning.

Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjanda í lestri. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.

Ætlunin er að Lesferill spanni frá þriggja til 16 ára aldurs. Hafist var handa við að vinna þessi próf í október 2015, m.a. fengum við í heimskókn læsisráðgjafa sem hittu kennara og foreldra á fundi hér í skólanum síðasta vetur í tengslum við þessa vinnu.  Ýmist er um stöðupróf eða skimanir (lestrarpróf) að ræða. Athugið að núna fá nemendur talin orð en ekki atkvæði. Nánari upplýsingar um Lesferil má finna hér í bækling um viðmið og markmið verkefnisins.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón