Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 9. október 2012

Leikja-og íþróttahátíð á Þingeyri

"frá hátíðinni 2011 í Súðavík"

 Föstudaginn 12. október verður efnt til sameiginlegrar hátíðar nemenda í 1.- 7. bekk frá Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. Ekki er um keppni að ræða milli skólanna heldur eru fyrirfram myndaðir hópar þar sem blandað er saman nemendum úr öllum skólunum. Með þeim hætti ná nemendur frá skólunum að kynnast og vinna saman. Settar eru upp 8 mismunandi stöðvar sem nemendur fara á milli og leysa mismunandi verkefni. Öll eru þau í anda leikanna sem ber yfirskriftina ,, samvinna gerir okkur sterkari“ og í þeim anda að krakkarnir skemmti sér og hafi ánægju af þátttökunni. Í lokin munu svo allir gæða sér á pizzusneiðum og ávaxtasafa. Eldri nemendur í skólanum á Þingeyri munu hjálpa til við framkvæmdina. Leikarnir byrja kl. 09:00 og þeim lýkur á hádegi.   

 

11. október er "venjulegur" skóladagur hjá 1.-7. bekk

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón