Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miđvikudagurinn 16. maí 2018

Laufgum tréđ - lestrarátak

Laufgađa lestrartréđ okkar
Laufgađa lestrartréđ okkar

Fimm vikna lestrarátaki er nú formlega lokið. Nemendur hafa staðið sig með eindæmum vel og er það vel sýnilegt á "laufgaða" trénu okkar. Markmið hverrar viku var að lesa a.m.k. 150 mínútur á viku - heima og í skóla - og ef því var náð fékk viðkomandi laufblað til að klippa út, skrifa nafnið sitt á og mínútufjölda og hengja á tréð. Þar sem við erum öll misjöfn (eins og laufblöðin) voru 3 litir af laufi í boði fyrir mismunandi markmið. 150 mínútur á viku gáfu ljósgrænt laufblað, 175 mínútur á viku gáfu milligrænt laufblað og 200 mínútur á viku (eða meira) gáfu dökkgrænt laufblað. Það er skemmst frá því að segja að tréð okkar góða skartar öllum litum. Það eru ansi margar mínútur (og klukkustundir) að baki þessum laufblöðum og við getum öll verið stolt af okkar laufblöðum.

Verðlaun fyrir að standast markmiðið fyrir allar 5 vikurnar verða svo veitt á morgun, fimmtudag eftir hádegi og verður það "óvænt". Þeir örfáu sem náðu ekki sínum markmiðum verða í "venjulegum skóla" samkvæmt stundaskrá.

Við hvetjum náttúrulega alla til þess að halda áfram að lesa og minnum á að 15 mín. lestur heima á dag er liður í skólastarfinu. Foreldrar bera ábyrgð á heimalestri yngri barnanna, eldri börnin geta borið þá ábyrgð sjáf að mestu :-)

« 2021 »
« Maí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón