Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 19. desember 2012

Jólamatur og "Litlu jólin"

19. des
19. des "Jólamatur" að hætti mötuneytisins
1 af 7

Í dag 19. desember borðuðu nemendur og starfsfólk skólans "Jólamat" að hætti mötuneytisins við kertaljós og notalegheit. Maturinn smakkaðist vel og óhætt að segja að tekið var vel til matarins sem var hamborgarahryggur með tilheyrandi meðlæti og súkkulaðikaka og ís í eftirrétt. Ekki amalegt þaðSmile. Eftir matinn fóru eldir nemendur í að skreyta jólatréð fyrir "Litlu jólin sem verða á morgun, 20. desember. Mæting er í skólann kl. 09:30. Akstur heim kl. 11:45.

Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er:

  • að mæta í jólaskapi og í betri fötum
  • að heimilt er að hafa meðferðis sparinesti í anda jólanna
  • að hafa meðferðis kerti og kertastjaka svo það verði notalegt í stofunum
  • að taka með sér pakka í pakkaskipti fyrir um 500 kr. hvern pakka.

 Dagskrá litlu jólanna er á þessa leið:

Nemendur byrja daginn inn í sinni stofu með sínum umsjónarkennara þar sem farið er yfir jólakortin, pakkaskipti og eiga þar notalega stund. Allir nemendur koma svo saman á sal og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Ef söngurinn heyrist vel er aldrei að vita nema einhverjir gestir renni á hljóðið .........

 

 Starfsfólk G.Þ. óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla og

þakkar fyrir ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða

 

Fimmtudagurinn 3. janúar 2013. Skóli hefst aftur eftir jólaleyfi. Nemendur mæta þá kl. 10:00 samkvæmt  stundatöflu.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón