Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 10. febrúar 2023

Íþróttafélagið Höfrungur gefur G.Þ. og Laufási gönguskíði

Börnin taka við gjöfinni
Börnin taka við gjöfinni
1 af 9

Íþróttafélagið Höfrungur gaf G.Þ. og Laufási veglega gjöf sem var afhent formlega í tómstund í dag. Gjöfin var m.a. styrkt af Byggðarþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar. 18 gönguskíði og skór munu nýtast báðum skólunum við heilsueflingu og eykur fjölbreytni og möguleika á hreyfingu og útivist. 

 

Nú er bara að vona að snjórinn haldist aðeins hjá okkur og sólin fari að skína svo börnin geti notið þessarar veglegu gjafar sem við erum afar þakklát fyrir. Báðir skólarnir eru með fasta tíma í vikuskipulagi sínu þar sem gönguskíðin geta nýst vel. Á Laufási eru börnin í skipulögðu útinámi einu sinni í viku og 3.-4. bekkur er með fastan tíma á fimmtudögum í útkennslu. Elstu börnin á Laufási og 1.-4. bekkur hittast einnig 1x í viku á föstudögum í tómstund sem Kristín Harpa og Guðrún Snæbjörg sjá um og er liður í Brúum bilið áætlun skólanna um samstarf. Í þessum tímum verður vonandi hægt að fara á gönguskíði. 

 

Takk fyrir okkur Höfrungur!

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón