| f÷studagurinn 6. desemberá2019

═ vikulok

1 af 18

Í vikunni var skreytingardagurinn sem gekk mjög vel, sjá myndir frá deginum. Nemendur voru að sinna verkefnum á fimm stöðvum, útbjuggu jólapóstpoka, snjókalla (sem verða að tréi), gerðu jólatré, skreyttu piparkökur og útbjuggu músastiga og skraut í stofur. Ofsalega skemmtilegur dagur. 

 

Nemendur hafa verið að fá "gulrótina" sem þeim var lofað í kjölfar lestrarátaks, nemendur miðstigs horfðu t.d. í dag á uppsetningu skólans á Konungi ljónanna, auk þess sem þau fengu gulrætur ;-) 

 

Á fimmtudaginn, 12.12, er "Tarsan-dagurinn", þar sem allir nemendur skólans fara niðrí íþróttahús að leika sér í "Tarsan" frá kl 10:00 - 12:10. 

 

Á föstudaginn er "Rauði dagurinn" þá er opið hús í skólanum frá kl 11:00 - 12:00. Þar verður til sýnis verkefni nemenda úr áhugasviði sem og frá þemadeginum. Skóla er lokið hjá öllum nemendum kl 12:10, eða eftir hádegismat, þennan dag. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi :-) 

 

 

« 2024 »
« Febr˙ar »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

K÷nnunin

Valdir tenglar

Vefumsjˇn