Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | föstudagurinn 11. október 2019

Í vikulok

Í gær fóru nemendur 8. -10.bekkjar til Bolungarvíkur á sameiginlega íþróttahátíð skólanna á svæðinu. Það gekk mjög vel, skemmtileg ferð. 

 

Á þriðjudaginn var kom Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur og teiknari til okkar, á vegum List fyrir alla. Hún hitti alla námshópa og kynnti fyrir þeim ævintýraheim bókmenntanna. Með fréttinni eru nokkrar myndir frá þessum degi. 

 

Á fimmtudaginn kemur, 17. október, stefnum við á skólahlaupið/ólympíhlaupið. Við munum hafa það með hefbundnu sniði, hlaup-ganga-skokk, svo í sund á eftir. Nánari upplýsingar þegar nær dregur. 

 

Góða helgi 

« 2019 »
« Október »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón