Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 23. september 2014

Haustfundur

Séð inn Dýrafjörð af Mýrarfelli september 2014
Séð inn Dýrafjörð af Mýrarfelli september 2014

Þriðjudaginn 23 september kl 17:30 langar okkur til þess að bjóða ykkur á haustfund með frábæru fólki. Við ætlum aðeins að breyta útaf vananum frá því sem verið hefur og höfum fengið til okkar tvo einstaklinga til þess að vera með fræðslu. Annars vegar verður Jóna Ben með stutta og fræðandi kynningu á Uppbyggingarstefnunni og hins vega ætlar Ragnar frá Skema að koma og vera með fræðandi kennslu fyrir okkur á I-pad. Jóna Ben er hafsjór af góðum gildum sem við vinnum eftir hér í skólanum þar sem Uppbyggingarstefnan kemur við sögu og ætlar hún að leggja til nokkur góð ráð meðal annars í samskiptum okkar og hvernig við leiðbeinum börnunum okkar á uppbyggilegan hátt. Ragnar frá Skema var ráðin til Ísafjarðarbæjar til þess að leiðbeina okkur kennurum við innleiðingu á spjaldtölvum í skólastarfi. Hann ætlar að vera hjá okkur um daginn hér í skólanum og síðan að hitta ykkur foreldranna og vera með með skemmilega innlögn á því hvernig við vinnum með spjaldtölvur í skólastarfi. Í lokinn ætlar hann og umsjónarkennarar unglingstigs að bjóða foreldrum upp í skólastofu og fara betur yfir nýtingu á spjaldtölvum og kynna saming þess efnis að nemendur geti tekið tækin með sér heim til náms og gagns. Umsjónarkennara yngsta stig og miðstigs fara einnig í sínar stofur og eru til viðtals ef einhver hefur áhuga á því. Skólanámskrá og bekkjarnámskrár birtast á vefsíðu okkar jafnt og þétt fram að þriðjudegi. Einnig munum við nota tækifærið til að kjósa í Foreldrafélagið.

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón