Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 29. maí 2012

Grænn dagur í G.Þ.

Nemendur í gróðursetningu
Nemendur í gróðursetningu
1 af 3

Dagurinn byrjaði á því að nemendur og starfsmenn skólans horfðu á stuttmyndina "Skógurinn og við" sem fjallar um hversu mikilvægt það er fyrir jörðina og lífverur hennar að hafa tré og skóga. Því næst var haldið til gróðursetningar í skólareitinn og settar voru niður um 120 birkiplöntur. Einnig unnu nemendur að fegrun umhverfis skólans og týndu rusl, hreinsuðu beð og runna, sópuðu og rökuðu. Veðrið var eins og best var á kosið og sennilegt að einhverjir þurfi að bera á sig "after sun" eftir útiveruna. Dagurinn endaði með pylsu-grill- partýi í sólinni á hreinni skólalóðinni.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón