Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 2. september 2020

Gönguvika G.Þ. 2020

4.-5. bekkur við álfastein í Hjarðardal
4.-5. bekkur við álfastein í Hjarðardal
1 af 4

Göngum í skólann átakið byrjaði í dag og passar vel við gönguviku þema skólans. Þessi vika er tileinkuð hreyfingu, hreysti og hollustu. Hver námshópur er búin að fara í gönguferð. Þemað í ár var dalir þar sem gengið var á fjöll í fyrra. Yngsta stig gekk frá Skeiði yfir í Brekkudal með Kristínu Björk og Guðrúnu Snæbjörgu. "Yngra" mið stig gekk í Hjarðardal, með Sigþóri, Ninnu og Ernu. "Eldra" mið stig gekk upp Ausudal að Ausuvatni með Sonju og Gurðúnu. Elsta stig gekk af Sandsheiði niður Núpsdal að Skrúð. Þökkum við foreldrum og öðrum aðstandenum fyrir aðstoðina og samveruna í þessum ferðum.

Gönguvikan er mikilvægur þáttur í skólastarfinu, nemendur fræðist um nærumhverfi sitt og náttúruna, en einnig eru þær mikilvægar til að efla samstöðu og félagsþroska. Ekki má heldur gleyma mikilvægi heilsueflingar sem er stór þáttur í öllu skólastarfinu.

 

 

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón