Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 6. september 2017

Göngum í skólann

Göngum í skólann 6.sept.-4. okt.
Göngum í skólann 6.sept.-4. okt.

Grunnskólinn á Þingeyri hefur skráð sig til þátttöku í Göngum í skólann verkefnið sem hefst í dag og stendur til 4. okt. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

 

Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hólreiðar, hlaup, línuskauta, hjólabretti eða annað. Ávinningurinn er betri líðan og svo er þetta einnig umhverfisvæn og sparsöm leið til að komast á milli staða.

 

Á þessu tímabili sem átakið stendur yfir ætlum við meðal annars að ganga á dali og fjöll, hjóla og hlaupa Norræna skólahlaupið.

Hvetjum alla sem geta til að vera með Smile

« 2022 »
« Janúar »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón