Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 1. október 2024

Gönguferðir námshóp

Yngsta stig Brekkudalur 2024
Yngsta stig Brekkudalur 2024
1 af 8

September mánuður einkenndist af mikill útiveru enda ekki hægt annað í veðurblíðunni sem lék við okkur.

Yngsta stig gekk Öxl yfir í Brekkudal. Þar fundum við skjól frá rigningunni inn í "ævintýraskóg". Þar borðuðum nesti, fórum í falinn hlutur og hvað er undir teppinu. Nemendur undu sér allir í fallegri náttúrunni og gengu alla leið til baka yfir Brekkuháls að skólanum.

Miðstig gekk Mýrarfell (ekki dal sem var þemað í ár) en þau áttu eftir þá gönguleið og okkur fannst mikilvægt að þau færu þessa göngu. Það má segja að miðstigið hafi unnið í veðurlottóinu en fjörðurinn var spegil sléttur allan tíman, sólin skein og það var heiðskýrt. Það má geta þess að aldrei hafa nemendur gengið jafn rösklega þessa leið og því var tími til að skreppa í Skrúð áður en heim var haldið.

Elsta stig gekk af Sandsheiði niður og fram Núpsdal. Gangan er löng og því margir sem lögðu töluvert erfiði á sig til að klára ferðina. Efttir námskeið 1 í útvist klóruðu nemendur sig í þokunni af heiðinni og það birti til og Núpsdalur skartaði sínu fegursta í haustlitum og tært lindarvatnið var ferskara en allt. 

 

Gönguferðirnar eru fyrir löngu orðin fastur liður í skólastarfinu, þær eru mikilvægar fyrir bekkjarbraginn og samskipti ásamt því að leggja áherslu á hreyfingu fyrir líkama og sál. 

Við þökkum öllum foreldrum sem tóku þátt með okkur kærlega fyrir þeirra innlegg, það er mjög mikilvægt.

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón