Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 16. maí 2019

Gengið á slóðir Gísla Súra

Þórir segir okkur frá knattleikunum á Seftjörn
Þórir segir okkur frá knattleikunum á Seftjörn
1 af 3

Í vetur hefur unglingastigið verið að lesa Gísla sögu Súrssonar og vinna með hana. Því eru hæg heimatökin að fara í Gíslagöngu í Haukadalinn og setja sig í spor Gísla, Auðar, Þorgríms, Þorkels og alla hinna sem þar koma við sögu. Sjá fyrir sér knattleikinn við Seftjörnina og bæina Sæból og Hól. Hann Þórir Örn sem er sérfræðingur í Gísla Súra kom með okkur í Gíslagönguna í dag og fræddi okkur um það helsta og hjálpaði okkur að rifja söguna upp. Nemendur voru áhugasamir og spurðu um ýmislegt og komu ekki að tómum kofanum hjá Þóri. Þetta var skemmtileg ganga og þökkum við kærlega fyrir hana. Hér má sjá nokkrar myndir úr göngunni. 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón