Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 16. janúar 2014

Fréttir af skólastarfinu í janúar

Úr atriđi kennara á Ţorrablóti 2013
Úr atriđi kennara á Ţorrablóti 2013

Erum að byrja undirbúning á leikriti fyrir árshátíð þar sem allir nemendur ætla að leika saman leikritið „Dýrin í Hálsaskógi". Þessi hugmynd hefur komið upp í mörg ár að vinna sameiginlega að einu stóru leikriti í stað þess að hver nemendahópur sé með sitt atriði. Það eru því spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Stefnt er á að halda árshátíðina 27. mars nk. (sjá skóladagatal hér til vinstri). Foreldrakönnun er á næsta leiti og hvetjum við foreldra til að taka þátt í henni því án þátttöku foreldra er lítið varið í skólastarfið og könnunin tæki til að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri.

Nemendum á unglingastigi stendur til boða að fara á SamVest söngvakeppni félagsmiðstöðvanna í Hólmavík á föstudaginn 17. janúar. Umsjónarkennari hefur sent foreldrum upplýsingar í tölvupósti. Þorrablót G.Þ. er 24. janúar nk. og verður með hefðbundnu sniði (nánar auglýst þegar nær dregur). Annars eru nemendur að vinna eftir sínum áætlunum og skólastarfið í "góðum gír". Heimavinna sérstaklega hjá þeim eldri getur orðið e-ð meiri síðustu dagana í janúar þar sem vetrarönnin fer að klárast og námsmatsdagar að vetri hefjast 3. febrúar nk.

 

Góðar stundir:)

« 2020 »
« Febrúar »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón