Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | þriðjudagurinn 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, var (og er) Dagur íslenskrar tungu.

Við flögguðum í tilefni dagsins og héldum upp á daginn með ýmsum hætti.

Aðal-afmælisbarninu Jónasi Hallgrímssyni voru gerð góð skil á öllum stigum með ýmsum hætti. Horft var á þetta skemmtilega myndband sem finna má á Youtube þar sem Jónas stekkur niður af stalli sínum og fær sér göngutúr í tilefni dagsins.

Einnig voru skoðuð og lesin ljóð eftir hann - og nokkur ljóð voru m.a.s. ort í tilefni dagsins.

Þess má geta að Dagur íslenskrar tungu markar upphaf undirbúnings Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk (og 6. bekkur verður líka með að hluta) og Litlu upplestrarkeppninnar í 4. og 5. bekk. En báðar þessar "keppnir" lúta að því að keppast um að verða betri lesarar. Erum við ekki alltaf að keppast að við að verða betri í dag en í gær í sem flestu? Þar á meðal lestri.

Hér er alltaf líf og fjör og nóg að gerast hjá okkur.

Wink

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón