Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 9. nóvember 2018

Dagur gegn einelti 8. nóvember

Fyrirlesturinn endaði á
Fyrirlesturinn endaði á "Hjartaleik" til að fá smá gleði í hjartað
1 af 3

Í gær var dagur gegn einelti. Nemendur og starfsfólk hittust "á sal" í tilefni dagsins. Við sungum saman lagið Undir regnbogann, eftir Ingó en texti lagsins fjallar um að við getum sigrað heiminn og látið drauma okkar ræstast þrátt fyrir að lífið sé stundum grámyglað og erfitt. Fjallað var um leiðir til að fyrirbyggja einelti, ábyrgð okkar og rétt okkar til að fá að vera eins og við erum í friði fyrir öðrum. Það eiga allri rétt á því að líða vel í skólanum. Við töluðum um góðverk og skrifuðum undir skólasáttmála 2018-19 gegn einelti. Við ætlum að leggja áherslu á að sýna góðvild, umhyggju, virðingu og hugrekki. Við ætlum líka að spá í það hver stjórnar okkar hegðun og hvernig við viljum að aðrir muni eftir okkur.

 

Áætlun gegn einelti var send á alla í tölvupósti og hana má finna hér

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón