Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 17. maí 2016

Brúum bilið útikennsla

Í lögum og aðalnámskrám leik-og grunnskóla kemur fram að skylt sé að koma á gagnvirkusamstarfi leik-og grunnskóla.

Þar er líka tiltekið að leikskólinn sé fyrsta skólastigið.Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda barni þá breytingu sem verður á lífi þess þegar það fer úr leikskóla yfir í grunnskóla. Ýmis verkefni eru unnin í samvinnu skólanna og koma nemendur úr leikskóla hingað í skólaheimsóknir ásamt því að nemendur í skólanum taka þátt í verkefnum á leikskólanum. Þetta samstarf köllum við "Brúum bilið". Um daginn var sameiginlegur dagur þar sem nemendur og kennarar hittust úti í náttúrunni. Hugað var að umhverfinu og náttúrunni og farið í göngutúr. Það var ekki mikið vor í lofti en það var allt í lagi krakkarnir og kennarar klæddu sig bara vel og tóku með sér heitt súkkulaði. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Snæbjörg.
« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón