Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 3. apríl 2019

Blár dagur á föstudaginn 5. apríl

1 af 4

Af því að það er blár apríl ætlum við að mæta í einhverju bláu í skólann föstudaginn 5. apríl. En af hverju í einhverju bláu og af hverju blár apríl? Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir Bláum Apríl, árlegu vitundarátaki um einhverfu þar sem fólk er hvatt til að kynna sér málefni einhverfra og sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Nánari upplýsingar og áhugaverð myndbönd sem lýsa einhverfu má finna á slóðinni http://www.blarapril.is/.

 

Í fyrra gerði Krakkarrúv einnig áhugavert myndband sem má finna hér

 

Sjáumst í bláu á föstudaginn, kveðja nemendaráð G.Þ :)

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón