Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 6. apríl 2022

Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri

Leiskólabörnin á Laufási komu fram á fyrri sýningunni (Brúum bilið)
Leiskólabörnin á Laufási komu fram á fyrri sýningunni (Brúum bilið)
1 af 6

Árshátíðin sem haldin var 31. mars sl. heppnaðist mjög vel. Eins og mörgum er kunnugt settu nemendur og kennarar upp skemmtun/leiksýningu um Emil í Kattholti og skammastrik hans. Nemendur stóðu sig afar vel og hafa fengið mörg hrós fyrir vel unnið verk úr öllum áttum. Margir þurftu virkilega að stíga út fyrir þæginda ramma sinn og gera sitt besta til að skila sínu. Með því að æfa og koma fram á sviði þjálfast mismunandi hæfni sem ekki þjálfast í skólastofunni. Kennarar eru stoltir af nemendum sínum og þakka þeim fyrir frábæra sýningar. Í mörg horn þarf að líta þegar sýning er sett upp og öll hlutverk mikilvæg hvort sem þau sjást á sviði eða eru unnin í undirbúningi eða baksviðs.

 

Við þökkum leikskólabörnunum fyrir fallegan söng og tjáningu á morgunsýningunni.

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna, það kom okkur mest á óvart að setið var í öllum sætum á morgunsýningunni (það hefur ekki gerst áður).

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón