| föstudagurinn 4. október 2013

Alltaf nóg ađ gera

Í þessum rituðum orðum eru nemendur í 1.-7.bekk á Flateyri ásamt Grunnskólanum á Surðureyri og etja kappi í hinum ýmsu leikjum. Á meðan nýtur unglingastigið tímann og vinnur í hinum ýmsu verkefnum. Unglingastigið fer næsta föstudag til Bolungarvíkur og tekur þátt í íþóttahátíðinn sem ætluð er 8.-10.bekk. Eftir að nemendur hafa tekið þátt í hinum ýmsu kappleikjum er farið á dansleik þar sem allir geta dansað af sér skóna við fjöruga tóna.

 

Næstkomandi fimmtudag (10.október) ætlum við að þeyta skólahlaupið. Við byrjum kl 10:00 og verður í boði að hlaupa þrjár mismunadi vegalengdir. Þegar allir hafa lokið við sitt hlaup ætlum við að skella okkur í sund og slaka svolítð á. Þennan dag falla tímar niður bæði í íþróttum og sundi. Að öðru leiti verður skóladagurinn eins og stundataflann leggur upp með.

 

Í framhaldi af þessu fréttum óskum við öllum góðrar helgar og vonum svo sannlega að hún verði ánæguleg í alla staði Smile

 

 

 

 

« 2019 »
« Október »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón