Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 12. maí 2021

Ćvintýraferđ 4.-5. bekkjar

Búskapur Artic Fish skođađur- allur hópurinn saman út á kví
Búskapur Artic Fish skođađur- allur hópurinn saman út á kví
1 af 11

Veðurbliðan hefur verið með eindæmum góð í maí, allavega á meðan sólin lætur sjá sig. Guðrún og nemendur í yngra,-miðstigi nýttu vorblíðuna í dag til ævintýraferðar. Ævintýrið var gulrót fyrir lestrarátakið sem lauk í 30. apríl. Sameiginleg ákvörðun allra í hópnum var að fá að heimsækja "nýja" prammann hérna úti fyrir Þingeyrarodda (eins og nemendur á elsta stigi fengu að gera í síðustu viku). Steini í fiskeldinu hjálpaði til við að gera ævintýrið að veruleika og sigldi með hópinn á Eiríki rauða yfir í prammann. Veiðstangir og mikið hugrekki var haft með í nesti, veiði var þó mjög dræm. Þegar hópurinn kom aftur land tók við ratleikur sem endaði með vísbendingunni: Þar er hægt að grilla og kveikja varðeld og upp á hólnum er sólúr. Nemendur voru ekki lengi að kveikja á perunni því þeir hafa verið að læra um sólúr í Halló heimur. Þar endaði ævintýrið með grilli og vorleikjum. Áberandi samkennd ríkti í hópnum og gleði skein úr hverju andliti eins og sjá má á myndum hér til hliðar. Takk fyrir okkur Artic Fish!

« 2024 »
« Febrúar »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón