Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. maí 2018

Síđustu dagarnir skipulag

Tómstund: Grilluđum Lovísubrauđ í skóginum
Tómstund: Grilluđum Lovísubrauđ í skóginum

Það er allt á fullu í skólanum þessa dagana. Nemendur eru að klára síðustu verkefnin sín og ekki hægt að segja annað en að það sé kominn "vorfílingur" í mannskapinn.

 

Nemendur fengu í morgun töskupóst um skipulag síðustu viku þar sem hefðir stýra för frekar en föst stundaskrá. ath. að það verða ekki íþróttir á mánudaginn (gleymdist að setja á blaðið). 

 

Mánudagurinn 28. maí: Nemendur vinna í hópum og fræðast um loftslagsmál og fleira. Söfnun áheita fyrir þá sem minna eiga sín í heiminum.

 

Þriðjudagurinn 29. maí: Gróðursetning, götumálun, ruslatínsla og fl.

 

Miðvikudagurinn 30. maí: Vordagurinn, útþrautir á Þingeyrarodda og grillaðir hamborgarar við sundlaugina. 

 

Fimmtudagurinn. 31. maí: Starfsdagur, nemendur frí, starfsmenn skólans verða við vinnu í skólanum.

 

Föstudagurinn 1. júní: Skólaslit í Þingeyrarkirkju kl. 16

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miđvikudagurinn 16. maí 2018

Laufgum tréđ - lestrarátak

Laufgađa lestrartréđ okkar
Laufgađa lestrartréđ okkar

Fimm vikna lestrarátaki er nú formlega lokið. Nemendur hafa staðið sig með eindæmum vel og er það vel sýnilegt á "laufgaða" trénu okkar. Markmið hverrar viku var að lesa a.m.k. 150 mínútur á viku - heima og í skóla - og ef því var náð fékk viðkomandi laufblað til að klippa út, skrifa nafnið sitt á og mínútufjölda og hengja á tréð. Þar sem við erum öll misjöfn (eins og laufblöðin) voru 3 litir af laufi í boði fyrir mismunandi markmið. 150 mínútur á viku gáfu ljósgrænt laufblað, 175 mínútur á viku gáfu milligrænt laufblað og 200 mínútur á viku (eða meira) gáfu dökkgrænt laufblað. Það er skemmst frá því að segja að tréð okkar góða skartar öllum litum. Það eru ansi margar mínútur (og klukkustundir) að baki þessum laufblöðum og við getum öll verið stolt af okkar laufblöðum.

Verðlaun fyrir að standast markmiðið fyrir allar 5 vikurnar verða svo veitt á morgun, fimmtudag eftir hádegi og verður það "óvænt". Þeir örfáu sem náðu ekki sínum markmiðum verða í "venjulegum skóla" samkvæmt stundaskrá.

Við hvetjum náttúrulega alla til þess að halda áfram að lesa og minnum á að 15 mín. lestur heima á dag er liður í skólastarfinu. Foreldrar bera ábyrgð á heimalestri yngri barnanna, eldri börnin geta borið þá ábyrgð sjáf að mestu :-)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 30. apríl 2018

Munum eftir hjálminum

1. bekkur í G.Ţ. spenntir fyrir gjöfinni sem ţeir voru ađ fara fá afhenta
1. bekkur í G.Ţ. spenntir fyrir gjöfinni sem ţeir voru ađ fara fá afhenta
1 af 2

Nú þegar vorið er komið er vert að minna á notkun hjálma þegar við erum að hjóla, renna okkur á hjólabretti og/eða hjólaskautum. Helena skólahjúkrnuarfræðingur kom í heimskókn í skólann um daginn og var með fræðslu fyrir yngsta stig og nemendur í 4. bekk um hjálmanotkun. Það er mjög mikilvægt að vera með hjálm eins og við sjáum þegar Helena missti eggið í gólfið og svo eggið sem var með hjálm.

 

Hjálmaverkefni Kiwanis með hjálm á höfði rataði til okkar í G.Þ. í síðustu viku og fengu nemendur í 1. bekk afhenta hjálma með viðhöfn á kaffistofu kennara. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum 1.bekk reiðhjólahjálma. Bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp  við hjólreiðar sem afar vinæl frístundaiðkun auk þess að vera góð samgönguleið.  Hjálmarnir nýtast einnig vel við notkun hjólabretta og hjólaskauta. Nemendur voru ánægðir með gjöfina og þakklátir.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 18. apríl 2018

Löng helgi framundan

Nemendur ađ umpotta plöntu sem ţau sáđu í mars
Nemendur ađ umpotta plöntu sem ţau sáđu í mars
1 af 3
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn 19. apríl og starfsdagur á föstudag. Við vonum að allir njóti þessara daga sem best til að hlaða batteríin fyrir vorið. Minnum alla á lestrarátakið og lesa þó það sé frí. 
 
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
 
Með fréttinni fylgja nokkrar myndir frá umpottun á sumarblómum sem nemendur sáðu í mars. Það er mjög vinalegt að hafa þessar fallegu grænu plöntur í glugganum. Hver nemandi sér um að sinna sinni plöntu 🌱
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 17. apríl 2018

Skíđaferđ frestađ vegna veđurs

Því miður þá verðum við að fresta skíðaferðinni. Við fylgjumst með veðurspá og reynum aftur síðar og verðum í sambandi um það í gegnum mentor tölvupóstinn😊

venjulegur skóladagur í dag

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 13. apríl 2018

Skemmtileg tćkni

Nemandi í áhugasviđi teiknar upp og ţjálfar m.a. skilningarvit og hreyfifćrni í
Nemandi í áhugasviđi teiknar upp og ţjálfar m.a. skilningarvit og hreyfifćrni í
1 af 2

Fyrir páska eignaðist skólinn skemmtilegt tæki sem heitir Osmo. Osmo er skemmtilegt og margverðlaunað leikja- og námstæki fyrir iPad. Verkefnin í Osmo örva m.a. skilningarvitin, hreyfifærni, rökhugsun og sköpun á fjölbreyttan hátt. Hægt er að sníða verkefnin að nemendum á öllum aldri en flest forritin henta vel nemendum í leikskóla og á yngra og miðstigi.

 

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að nota tækin en skólinn á 2 sem nemendur skiptast á að nota. Það er svo aldrei að vita nema að vinna með Osmo þróist svo í fleiri námsgreinar en forritin sem fylgja tækinu bjóða upp á mjög fjölbreytta möguleika í námi og kennslu.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. mars 2018

Gleđilega páska

Páskaungar eftir nemendur í 3. bekk
Páskaungar eftir nemendur í 3. bekk
1 af 2

Í dag 23. mars var síðasti dagur fyrir páskaleyfi. Að því tilefni fórum við í páskabingó "á sal" sem nemendaráð sá um.  Nemendur voru sjálfum sér til sóma og náðu allir að samgleðjast með þeim sem voru svo heppnir að vinna smá bingóglaðining í anda páskanna. Það ríkti gleði og samvinna yfir salnum á meðan leikurinn stóð yfir. 

 

Gleðilega páska allir nemendur, starfsfólk og foreldrar. Skóli hefst aftur eftir páskaleyfi 4. apríl samkvæmt stundatöflu.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 19. mars 2018

Fögnum fjölbreytileikanum

Viđ í G.Ţ. ćtlum ađ taka ţátt og mćta í mismunandi sokkum til ađ sýna stuđning og hafa gaman
Viđ í G.Ţ. ćtlum ađ taka ţátt og mćta í mismunandi sokkum til ađ sýna stuđning og hafa gaman

Miðvikudaginn 21. mars fögnum við Alþjóðlega Downs-deginum með því að koma í ósamstæðum sokkum í skólann.

 

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 27. febrúar 2018

Árshátíđ G.Ţ. fimmtudaginn 1. mars

Myndir eftir nemendur á yngsta stigi
Myndir eftir nemendur á yngsta stigi

Árshátíðarsýningar nemenda verða í Félagsheimilinu á Þingeyri

fimmtudaginn 1. mars

Fyrri sýning kl. 10

Þá munu börn í leikskólanum Laufás koma fram.

Seinni sýning kl. 20

Allir eru velkomnir að gleðjast með okkur.

Aðgangseyri er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri. (Dagskráin tekur rúma 1 og hálfa klst.)

 

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 22. febrúar 2018

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Bjarni, Jovina og Davíđ eftir ađ keppni var lokiđ og beđiđ eftir úrslitunum.
Bjarni, Jovina og Davíđ eftir ađ keppni var lokiđ og beđiđ eftir úrslitunum.
1 af 2

Í dag, fimmtudaginn 22. febrúar var haldin undankeppni í "litlu skólunum" fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í Hömrum 13. mars n.k. Það fyrirkomulag hefur verið undanfarin ár, að haldin er sameiginleg undankeppni grunnskólanna á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri. 2 - 3 keppendur eru valdir úr hópi lesara úr þeim skólum til þess að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Ísfirðinum, Súðvíkingum og Bolvíkingum.
     Að þessu sinni var keppnin haldin á Suðureyri. Lesarar voru alls 11 úr þessum þremur skólum. Við hér í G.Þ. áttum 3 lesara, þau Bjarna Viktor, Davíð Navi og Jovinu Maríönnu, sem stóðu sig með stakri prýði - eins og allir lesarar gerðu reyndar. Þriggja manna dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að lesararnir 3 sem færu fyrir hönd þessara skóla væru Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir og Stefán Chiaophuang bæði frá Grunnskólanum á Suðureyri og Sylvía Jónsdóttir frá Grunnskóla Önundarfjarðar.
     Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju og þökkum fyrir góða og skemmtilega keppni.

 

« 2019 »
« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón