Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 19. ágúst 2022

Grunnskólinn á Þingeyri skólaárið 2022-2023

Hlökkum til að hefja skólaárið 2022-23
Hlökkum til að hefja skólaárið 2022-23

Skólasetning 2022-2023 verður í formi viðtala. Foreldrar/forráðamenn mæta með sínu barni í viðtal hjá umsjónarkennara. Viðtalstímar hafa verið sendir út í tölvupósti í gegnum Mentor. 

 

Nemendur skólans verða 38 talsins, kennt verður í 3 námshópum (yngsta stig, miðstig og elsta stig, sjá umsjónarkennara í frétt hér fyrir neðan). Bjóðum sérstaklega velkomna í skólann 7 nemendur sem eru að fara hefja nám í 1. bekk.

Leyre mun áfram sjá um íþróttakennslu. Ásrós Helga hefur verið ráðin í kennslu í mynd,-og handmennt.  Lilja Lalíla hefur verið ráðin sem skólaliði/húsvörður í stað Nonna. Sigmundur mun sinna skólaakstri og munu þeir nemendur sem nýta hann fá skipulag aksturs í viðtölum. 

 

Leiðbeiningar um innskráningu í Mentor má finna hér

 

 

Skóli hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst. 

Með ósk um farsælt skólastarf

Starfsfólk G.Þ. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 10. ágúst 2022

Skólasetning 2022-23

Samvinnu verkefni á vordegi 2022
Samvinnu verkefni á vordegi 2022

Grunnskólinn á Þingeyri veriður settur mánudaginn 22. ágúst. Nánir upplýsingar verða sendar þegar nær dregur um fyrirkomulag og umsjónarkennarar senda póst svo að hægt sé að bóka viðtalstíma þegar þeir mæta til vinnu eftir sumarfrí.

 

Síðasta skólaár voru fjórir námshópar en þeim fækkar aftur í þrjá í vetur:

 Kristín Björk verður umsjónarkennari nemenda í 1.-4. bekk

(14 nemendur)

Sonja Elín verður umsjónarkennari nemenda í 5.-7. bekk

(12 nemendur)

Eydís Rún verður umsjónarkennari nemenda í 8.-10. bekk

(12 nemendur)

 

Skóladagatal má finna hér

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 31. maí 2022

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri 2022

Skólaárinu 2021-2022 verður formlega slitið í Þingeyrarkirkju kl. 15:00 miðvikudaginn 1. júní. Nemendur allra námshópa fá vinisburðarblöðin sín afhent, tónlistaratriði frá nokkrum nemendurm tónlistaskólans og útskrift nemenda úr 10. bekk. 

 

Kvenfélagið Von verður með kaffisölu í Félagsheimilinu að athöfn lokinni og skólasýning í skólanum verður á sínum stað til kl. 17:30. Nemendur sækja muni sína eftir sýningu til kl. 18:00.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 24. maí 2022

Lila Act Alone

Ef ég væri tígrisdýr
Ef ég væri tígrisdýr

Litla Act alone er haldin hátíðleg fyrir æsku Vestfjarða núna í maí. 

Nemendum í Grunnskólanum á Þingeyri og elstu börnin á Heilsuleikskólanum Laufás var boðið á sýninguna "Ef ég væri tígrisdýr" sem var einleikur Sigríðar Ástu Olgeirsdóttur.

Sýningin heppnaðist mjög vel og nemendur skemmtu sér frábærlega ásamt því að fá tækifæri til að kveikja rækilega á ímyndurnaraflinu.

 

Takk kærlega fyrir okkur!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 6. maí 2022

Nordplus Junior heimsóknin í apríl

Hópurinn við Dynjanda, séð út Arnarfjörðinn
Hópurinn við Dynjanda, séð út Arnarfjörðinn
1 af 10

Síðusta vikan í apríl var sannarlega viðburðarrík sérstaklega hjá nemendum í 6.-8. bekk. Nemendur og kennarinn þeirra Sonja Elín hafa verið þátttakendur í þessu verkefni sl. 2 ár. Þema verkefnisins eru víkingar og markmiðin eru m.a. uppgötva ný tækifæri og hæfni í samskiptum, kynnast margbreytileikanum og umgangast alskonar manneskjur og læra að skilja hvert annað. Markmiðið er líka að kennarar tengist og læri af hvor öðrum.

 

Samstarfið við skólann hér á Þingeyri er við Kasseboella Freeschool í Danmörku og Kohtla-Jarve Maleca Basic School í Eistlandi. Mánudaginn 25. apríl komu 38 gestir í heimsókn til okkar hér á Þingeyri og tvöfaldaðist fjöldi nemenda og kennara í skólanum. Nemendur unnu að ýmsum  verkefnum og má þar helst nefna víkingasmiðju í Stefánsbúð, heimsókn í gömlu smiðjuna og leiksýning um Gísla Súrson í Haukadal. Einnig var farið í fjallgöngu, farið á hestbak, íþróttahúsið og sund og að lokum í hópferð að Dynjanda með heitt kakó, kleinur og harðfisk.

 

Til að gera svona heimsókn að veruleika er þátttaka foreldra og samfélagsins afar mikilvæg. Við erum stolt og þakklát af samfélaginu sem Grunnskólinn á Þingeyri er partur af. Án ykkar hefði þetta ekki verið hægt! Orðatiltækið það tekur heilt þorp að ala upp barn á svo sannarlega við. Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum sem okkar nemendur fá til að kynnast heiminum í þessu verkefni og sannfærð um að þau verði fleiri.

 

Stemninguna má sjá á meðfylgjandi myndum hér til hliðar

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 8. apríl 2022

Gleðilega páska

Páskabingó
Páskabingó "á sal"
1 af 4

8. apríl er síðasti skóladagur fyrir páskaleyfi. Í morgun hélt nemendaráð hið árlega páskabingó sem allir nemendur og starfsfólk skólans spiluðu "á sal".

Þeir sem unnu bingó fengu páskagotterí og hinir sem ekki voru eins heppnir reyndu að samgleðjast samnemendum sínum.

 

Eigið notalega páska í vonandi góðu veðri. Skólinn hefst aftur eftir páskaleyfi þriðjudaginn 19. apríl kl. 8:10 samkvæmt stundaskráSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 6. apríl 2022

Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri

Leiskólabörnin á Laufási komu fram á fyrri sýningunni (Brúum bilið)
Leiskólabörnin á Laufási komu fram á fyrri sýningunni (Brúum bilið)
1 af 6

Árshátíðin sem haldin var 31. mars sl. heppnaðist mjög vel. Eins og mörgum er kunnugt settu nemendur og kennarar upp skemmtun/leiksýningu um Emil í Kattholti og skammastrik hans. Nemendur stóðu sig afar vel og hafa fengið mörg hrós fyrir vel unnið verk úr öllum áttum. Margir þurftu virkilega að stíga út fyrir þæginda ramma sinn og gera sitt besta til að skila sínu. Með því að æfa og koma fram á sviði þjálfast mismunandi hæfni sem ekki þjálfast í skólastofunni. Kennarar eru stoltir af nemendum sínum og þakka þeim fyrir frábæra sýningar. Í mörg horn þarf að líta þegar sýning er sett upp og öll hlutverk mikilvæg hvort sem þau sjást á sviði eða eru unnin í undirbúningi eða baksviðs.

 

Við þökkum leikskólabörnunum fyrir fallegan söng og tjáningu á morgunsýningunni.

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna, það kom okkur mest á óvart að setið var í öllum sætum á morgunsýningunni (það hefur ekki gerst áður).

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 29. mars 2022

Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri 2022

Þema á árshátíð er Emil í Kattholti (auglýsing eftir Jóhann 5. bekk)
Þema á árshátíð er Emil í Kattholti (auglýsing eftir Jóhann 5. bekk)

Árshátíðarsýning G.Þ. verður í Félagsheimilinu á Þingeyri fimmtudaginn 31. mars

Fyrri sýning kl. 10

Þá munu börn í leikskólanum Laufás koma fram og syngja.

Seinni sýning kl. 19:30

Allir eru velkomnir að gleðjast með okkur.

Aðgangseyri er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri sem rennur í nemendasjóð.

(Dagskráin tekur rúma 1 og hálfa klst.).

Það verður sjoppa í hléi á seinni sýningunni til styrktar ferðasjóðs 9.-10. bekkjar.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 24. mars 2022

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Sigurvegarar undankeppninnar, á myndina vantar Möndu Ævarsdóttur
Sigurvegarar undankeppninnar, á myndina vantar Möndu Ævarsdóttur
1 af 8

Í dag, fimmtudaginn 24. mars, var loksins hægt að halda undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Veður setti strik í reikninginn þegar halda átti hana í síðustu viku - en í dag var bongóblíða og við gátum farið á Suðureyri, þar sem undakeppnin var haldin í ár. "Litlu skólarnir" halda sameiginlega undakeppni til að velja fulltrúa skólanna þriggja, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og skiptast á að halda undankeppnina og bjóða hinum til sín. Eins og fyrr segir var komið að Suðureyri og við fórum þangað í morgun, keppendur í 7. bekk og 6. bekkur til að sjá hvernig þetta virkar, því á næsta ári verða þau í þessum sporum. Við Guðrún Snæbjörg vorum einkabílstjórar. 

Krakkarnir okkar stóðu sig vel - og samtals voru 13 nemendur að lesa, en veikindi settu strik í reikninginn og ekki gátu allir verið með sem ætluðu að vera með. En svona er víst lífið.

Þriggja manna dómnefnd komst að því að 5 nemendur skyldu fara áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Hömrum á Ísafirði 5. apríl næst komandi, en þar keppa nemendur úr öllum skólunum á norðanverðum Vestfjörðum.

Þeir sem dómnefndin valdi voru:

Lukas Slatkevicius og Þrymur Rafn Andersen úr G.Þ. 

Vigdís Eva Leifsdóttir Blöndal, Manda Malinda Ævarsdóttir og Arnór Smári Aðalsteinsson úr G.S. 

Varamaðurinn kom svo líka frá okkur, en það er Tómas Valur Þór Bjarkason.

En þó aðeins fáir séu útvaldir er oft mjög mikill sigur fólginn í því að sigra sjálfan sig og standa fyrir framan alla og lesa upp. Í mínum augum eru þau öll sigurvegarar og ég var mjög stolt af þessum flottu krökkum okkar.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. mars 2022

Árshátíð 2022

Mælum með að lesa bækurnar um Emil
Mælum með að lesa bækurnar um Emil

Árshátíð G.Þ. verður haldin 31. mars nk. Í undirbúningi verður skólahald með öðruvísi sniði þar sem kennslustundir verða nýttar fyrir leikæfiingar, söngæfingar og fleira er við kemur t.d. sviðsmynd. Hefðbundin stundaskrá getur raskast en stefnt er að því að allir hópar fari samt í íþróttir.

Við ætlum að hugsa stórt að þessu sinni og leika öll leikrit um hinn bráðsnjalla og sniðuga strák Emil í Kattholti sem flestir þekkja.

Umsjónarkennarar hvers hóps velja í hlutverk og sjá um æfingar. Þegar leikarar verða komnir með handrit er mjög sniðugt að nota það í heimalestri til að æfa og læra línurnar sínar.

 

Nánari tímasetningar fyrir árshátíð verða auglýstar þegar nær dregur.

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón