Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 5. desember 2013

Jólaföndur

"Grunnskólinn kominn í jólabúning"

Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri sunnudaginn 8. desember kl. 13-15.

Laufabrauðið verður á sínum stað.

Einnig verður hægt að skreyta piparkökufólk, mála á keramik, skreyta kerti og föndra flott föndur úr Ólátagarði (verð frá 90 kr. - 1500 kr.).

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa, laufabrauðsjárn, pensla og pappírslím ef þið viljið nota ykkar eigið. Þessir hlutir verða einnig á staðnum.

10. bekkur verður með kaffihús.

Posi verður á staðnum.

Foreldrar, ömmur og afar, komið með börnunum og eigum notalegan stund saman.

Með jólakveðju Foreldrafélag G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 3. desember 2013

Skipulagið í desember

Litlu jólin 2013, miðstig
Litlu jólin 2013, miðstig

 Miðvikudagur 4. des. Skreytingadagur í skólanum. Þennan dag notum við til að búa til jólakort og skreyta glugga og stofur. Hefðbundin kennsla fellur þá niður en tímarammi heldur sér. Nauðsynlegt er að allir nemendur komi með eftirfarandi:

  • Lím og skæri (sumir eiga þessa hluti í skólanum)
  • Auglýsingapésa til að klippa niður í keðjur.
  • Litla heftara og hefti
  • Skrautpennar til að skrifa á jólakort
  • Bútar af jólapappír sem má klippa út og skreyta jólakort með
  • Pappír, límmiða eða annað sem hægt er að nota í jólakortagerð.
  • Skemmtilega jólatónlist og endilega vera með jólasveinahúfur.

Sunnudagur 8. des. Jólaföndur- og laufabrauðsgerð foreldrafélagsins kl. 13:00 – 15:00. Sérstakt blað hefur verið sent heim með nemendum með öllum upplýsingum.         

Föstudagur 13. des. Rauður dagur í skólanum. Skólinn býður foreldrum og velunnurum skólans að koma í kaffi og piparkökur og í leiðinni að sjá afrakstur nemenda úr áhugasviðstímum. Ætlum við að hafa daginn eins rauðan og við getum. Nemendur eru því beðnir um að mæta í skólann í einhverju rauðu. Sýningin byrjar kl. 11:00.

Fimmtudagur 19. des. Jólamatur mötuneytisins. Í hádeginu borða allir nemendur saman jólamat.

Föstudagur 20. des.  Litlu jól nemenda. Mæting er í skólann kl. 09:30. Akstur heim kl. 11:45. Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er:

  • að mæta í jólaskapi og í betri fötum
  • að heimilt er að hafa meðferðis sparinesti í anda jólanna
  • að hafa meðferðis kerti og kertastjaka svo það verði notalegt í stofunum
  • að taka með sér pakka í pakkaskipti fyrir um 500 kr. hvern pakka.

Dagskrá litlu jólanna er á þessa leið:

Nemendur byrja daginn inn í sinni stofu með sínum umsjónarkennara þar sem farið er yfir jólakortin, pakkaskipti og eiga þar notalega stund. Allir nemendur koma svo saman á sal og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Ef söngurinn heyrist vel er aldrei að vita nema einhverjir gestir renni á hljóðið .........

Litlu jólunum lýkur um kl. 11:45, þegar allir hafa gengið frá í sínum stofum og kvatt sína kennara.

Mánudaginn 6. jan. 2014. hefst skólinn aftur eftir jólaleyfi. Nemendur mæta þá kl. 10:00 samkvæmt  stundatöflu.

 Þriðjudaginn 7. jan. 2014 höldum við í hefðir og byrjum skóladaginn kl. 10:00 eftir að nemendur hafa sofið vel eftir ævintýrin sem þeir upplifðu kvöldið áður á þrettándanum.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 28. nóvember 2013

Jólaföndur og laufabrauð

Framundan er árlegt jólaföndur Foreldrafélagsins. Síðustu ár hefur verið venja að kanna fjölda laufabrauða til að áætla hvað þurfi að panta mikið. Þeir sem ætla að skera laufabrauð eru beðnir um að gera pöntun sem fór heim með nemendum 27. nóvember s.l. og skila henni aftur í skólann föstudaginn 29. nóvember. Þak er á fjölda laufabrauða  um 25 kökur á heimili.

 

Einnig viljum við minna á foreldrafélagsgjöldin, 2000 kr. á heimili. Hægt er að ganga frá greiðslu inn á reikning:

0154-05-400174  kt. 441005-0670

 

Jólaföndrið verður auglýst síðarWink

Kveðja Stjórn Foreldrafélags G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 26. nóvember 2013

Skólaheimsókn 5 ára barna

Nemendur í röðinni áður en gengið er upp í skólastofuna
Nemendur í röðinni áður en gengið er upp í skólastofuna
1 af 4

Mánudaginn 25. nóvember tók Halla kennari á yngstastigi á móti nemendum sem koma til með að vera í fyrsta bekk á næsta skólaári. Henni til aðstoðar voru systkinin Kolbrún í 1. bekk og Ásmundur í 2. bekk. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem fimm ára börnin koma í skólaheimsókn, en þessar heimsóknir koma í stað þess fyrirkomulags sem flestir þekkja sem vorskóli. Heimsóknin er liður í því að undirbúa börnin fyrir næsta vetur sem og að glæða starf leikskólans og grunnskólans. Allir voru mjög spenntir og áttu börnin góða stund saman í skólanum þar sem þau fóru m.a. í "hvísluleik" og "hlustaleik", fóru með öðrum nemendum skólans í frímínútur, skrifuðu nafnið sitt á blað, teiknuðu mynd og hlustuðu á sögu.

Nemendur í 1. bekk árið 2014-15 koma til með að vera 6 talsins og hlökkum við til að fá þau öllsömul í skólann okkarSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. nóvember 2013

Sundlaugin tóm

"Ekki gott að stinga sér til sunds í tóma laug"
1 af 2

Skólasund fellur niður vegna viðhalds í sundlauginni vikuna 20.-22. nóvember. En þessi vika er skemmtilega stutt vegna vetrarfrís og starfsdags kennara. Hægt er að fara í sturtu og því falla skólaíþróttir ekki niður. Einnig minnum við á að íþróttir utan skóla falla ekki niður þó að vatnið vanti í sundlaugina. Það verður því körfuboltaæfing kl. 17:00 á morgun miðvikudag eins og venjulega. Grunnþjálfun/íþróttaskóli kl. 14:30 á fimmtudaginn fyrir yngstastig og svo fótbolti, yngri kl. 17:00 og eldri kl.18:00.

 

Stefnt er á að dæla vatni aftur í laugina fyrir helgi og ætti hún þá að vera orðin heit og notaleg mánudaginn 25. nóv. Ef lauginn verður orðin heit á sunnudag verður byrjað að hleypa ofan í, þannig að það er um að gera að fylgjast með fyrir þá sem verða farnir að sakna þess að stinga sér ofan í en sunnudaginn 24. nóvember verður afmælismót Magnúsar Guðmundssonar í Boccia haldið í íþróttahúsinu og hefst mótið kl. 12:30.

 

Vonum að þið hafið átt gott vetrarfrí Smile

| föstudagurinn 15. nóvember 2013

Vetrafrí

Við ætlum að taka okkur frí frá skólabókunum
Við ætlum að taka okkur frí frá skólabókunum

Í næstu viku mánudaginn 18. nóvember og þriðjudaginn 19. nóvember verður vetrarfrí í skólanum okkar. Við vonum að allir hafi það gott og gaman í vetrafríinu. Nemendur mæta aftur í skólann miðvikudaginn 20. nóvember. Kennarar ætla hinsvegar að mæta til vinnu á þriðjudaginn og vinna enn frekar að innleiðingu Aðalnámskrá með Grunnskólanum á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar.

 

Góða helgi allir saman.  

| fimmtudagurinn 14. nóvember 2013

Fínt !!

1 af 2

Nemendaráð skólans hefur blásið til viðburðar með þemanu fínasta fínt. Á morgunn föstudaginn 15.nóvember eiga allir að mæta í sínu fínasta pússi. Má vera t.d. skyrta, stakar buxur eða jafnvel jakkaföt hjá strákunum. Stelpurnar geta t.d. mætt í fínum bol, pilsi eða jafnvel kjól.

 

Í framhaldi af fínasta fínt ætlar nemendaráð að halda dansi ball fyrir alla í skólanum. Dansi ballið verður haldið hér í skólanum á morgunn föstudaginn 15.nóvember frá kl. 17:00 - 19:00. Þemað er að mæta í sínu fínasta pússi eins og var um morgunninn. Aðgangseyri er 250 krónur og 350 krónur ef ekki er mætt í sínu fínasta fínu.

 

Við hlökkum til að sjá alla

Nemendaráð

| miðvikudagurinn 6. nóvember 2013

Baráttudagur gegn einelti 8.nóvember

Alþjólegur dagur gegn einelti er núna á föstudaginn 8.nóvember 2013. Marmið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefnu og hversu alvarlegt einelti er. Við í Grunnskólanum á Þingeyri ætlum að hugleiða og ræða hvernig við getum stuðlað að jákvæðari skólaumhverfi og samfélagi. Við ætlum einnig að beina athyglinni að því hvernig við getum komið í veg fyrir og uppræta það þjóðarböl sem einelti er. Í þjóðarsáttmálanum um baráttu gegn einelti er hægt að sýna í verki með undirskrift sinni að við ætlum að koma í veg fyrir einelti. Hér fyrir neðan er þjóðasáttmálinn og vefslóðin til þess að undirrita þjóðarsáttmálan um baráttu gegn einelti er gegneinelti.is

 

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

"Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og einnig allra hópa sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd.
Við munum öll hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til þess að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er".

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 6. nóvember 2013

Námsmatsdagar að hausti

"Minnum á endurskinmerkin í skammdeginu"

Núna 4. nóvember var fyrsta námslota vetrarins að klárast. Flestir eru búnir að þreyta kannanir og skila af sér verkefnum sem eru metin til einkunna ásamt símati. Einkunnir verða sendar út með pósti eins og venjan er í lok vikunnar ásamt boði í foreldraviðtöl sem fara fram í næstu viku, dagana 11.-13. nóvember (sjá dagatal hér til hægri). Í foreldraviðtölum er farið yfir markmið sem nemendur settu sér í upphafi annar ásamt því að þeir geti séð kannanir sínar og verkefni með umsjónarkennara. Í viðtalinu setja nemendur sér einnig markmið fyrir vetrarlotuna sem lýkur í febrúar.  

 

Annars gengur skólastarfið mjög vel og ekki hægt að segja annað en að jákvæður bragur svífi yfir skólanum okkarSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. október 2013

Brúum bilið

Brúum bilið er áætlun unnin af skólastjórum Heilsuleikskólans Laufáss og Grunnskólans á Þingeyri um samvinnu og tengingu milli skólastiga. En samkvæmt lögum um grunnskóla og aðalnámskrá ber skólunum að koma á gagnvirku samstarfi milli leik- og grunnskóla. "Brúum bilið" á að stuðla að því að hver og einn nemandi í leikskóla sé undirbúinn þeim breytingum sem verða  við að byrja í grunnskóla. Samstarfsverkefnið hefur fengið stað hér á heimasíðu Grunnskólans fyrir áhugasama á greininn hér vinstra megin.

 

Óskum ykkur ánægjulegrar helgar og minnum á að námsmat hefst í næstu viku eins og sjá má á viðburðadagatali hér til hægri og á skóladagatalinu okkar góða Wink

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón