Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 4. mars 2014

Hætt við lokun sundlaugarinnar

Hætt hefur verið við lokun sundlaugarinnar.Umframorka verður ekki veitt að svo stöddu, en fengist hefur undanþága til kaupa á forgangsorku meðan skerðingar standa yfir í þessa tvo mánuði sem til stóð að loka. Skerðingar á umframorku hafa því ekki áhrif á skólastarfið og tíma nemenda í sundlauginni. Við höldum því ótrauð áfram með sundkennslu samkvæmt stundaskrá hjá 5.-10.bekk. 1.-4.bekkur byrjar svo síðasta námskeiðið sitt í næstu viku, mánudaginn 10.mars og höldum við áfram næstu þrjár vikur þar á eftir. Nánar um það í tölvupósti þegar nær dregur.

 

Góðar stundir & hittumst í sundi

| mánudagurinn 17. febrúar 2014

Skíðadagur & vetrarfrí

Frá skíðaferð 2013
Frá skíðaferð 2013

Nú ætlum við að skella okkur á skíði á miðvikudaginn 19. febrúar, ef veður verður gott. Við ætlum að leggja af stað frá skólanum kl 08:15 og áætluð heimkoma er kl 13:30. Nemendur fá hádegismatinn sinn á skíðasvæðinu áður en haldið verður heim en mikilvægt er að hafa með sér nesti. Nemendur geta haft með sér skíði, bretti, sleða og snjóþotur, eins verður skíðaleiga á staðum. Það er hægt að leiga bæði svigskíði og gönguskíði, leigan á öllum búnaðinum er 1.500 krónur.

Sjoppa Skíðafélags Ísfirðinga verður opin. Þar má kaupa pylsur, grillsamlokur, kakó, kaffi, og alls kyns "óhollustu" - einnig skíðalúffur/hanska, skíðagleraugu og hjálma.

Nú er bara að vona að veðrið haldi sér og við getum endað þessa stuttu skólaviku á skemmtilegri ferð. Minni í leiðinni á vetrarfríið okkar sem er á fimmtudaginn 20.febrúar og föstudaginn 21.febrúar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 7. febrúar 2014

Halur og snót

Halur og snót 2014
Halur og snót 2014

Á þorrblótinu sem haldið var um daginn voru tilnefnd Halur og snót. Nafnbótina hljóta hann og hún sem hafa með sér flestar tegundir þorramats og BORÐA hann. Þetta er skemmtileg hefð og gaman að sjá hvað margir voru þjóðlegir í sér. Sigurður Þorkell Vignir var halur með 14 sortir og Ásrós Helga var snótin með 19 sortir. Gaman að því.

 

Annars eru nemendur á fullu við að klára vetrarönnina og sinna verkefnum sínum. Árshátíðar undirbúningur er kominn á nokkuð skrið (ath. breytta dagsetningu 3. apríl í stað 27. mars). Einnig er margir nemendur í sýningunni um hana Línu Langsokk sem Íþróttafélagið Höfrungur ætlar að frumsýna 8. mars. Það er því nóg um að vera í "sveitinni" og gaman að vera til.

 

Eigið góðar stundir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 4. febrúar 2014

Mjókuráskrift og ávextir

Mjólk er rík af kalki og nauðsynleg m.a. uppvexti beina og tanna
Mjólk er rík af kalki og nauðsynleg m.a. uppvexti beina og tanna
1 af 2

Okkur langar til að minna foreldra á mjólkuráskriftina og ávextina. Greiða þarf inn á sitthvorn reikninginn. Reikningsupplýsingar fylgir fréttinni en best er að ganga frá greiðslum í heimabanka eða niður í banka. Ef einhverjar spurningar vakna er langbest að tala við Guðrúnu Snæbjörgu.

 

Mjólkurreikningur

0154-15-250156

Kt: 560686-1299

Gjaldið er 2500 kr. eftir áramót

 

Ávaxtareikningur

0154- 05 400144

Kt: 560686-1299

Gjaldið er 4.140 kr. eftir áramót

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 3. febrúar 2014

Námsmatsdagar

Í dag hefjast námsmatsdagar að vetri sem þýðir að nemendur þreyta kannanir og skila af sér verkefnum sem metin eru til einkunna. Kennarar hafa sent með nemendum og/eða í tölvupósti til foreldra upplýsingar um skil og viðfangsefni fyrir hvern dag en námsmatsdögum lýkur 11. febrúar. 17. -19. febrúar eru svo foreldraviðtölin þar sem nemendur setja sér ný markmið fyrir vorönnina og fara yfir gengi á vetrarönn með umsjónarkennarar og foreldrum.

 

Hver er sinnar gæfusmiður

Gangi ykkur vel

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 29. janúar 2014

Foreldrafélagsgjöldin

<3
<3

Foreldrafélag G.Þ. vill minna félagsmenn sína á foreldrafélagsgjöldin. Hægt er að greiða gjöldin í heimabanka eða ganga frá greiðslum í bankanum. Birtum við hér reikningsupplýsingar fyrir þá sem þurfa:

0154-05-400174 Kt. 441005 - 0670

(2.000 kr. á heimili óháð barnafjölda)

Foreldrafélagið tekur þátt í mörgum verkefnum á skólaárinu, ef allir muna eftir því að greiða gjöldin verður félagið öflugra og getur þar af leiðandi styrkt skólastarfið enn frekar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 22. janúar 2014

Þorrablót Grunnskólans á Þingeyri

"Góða skemmtun"

Nú líður senn að föstudeginum 24. janúar og þá höldum við okkar árlega þorrablót með hefðbundnu sniði. Þorrablótið hefst kl 17:00 og lýkur kl 20:00. Það kostar 250 krónur á nemenda. Nemendaráð sér að mestu um skipulagningu en starfsfólk skólans verður með sitt árlega skemmtiatriði ásamt atriðum frá nemendum á elstastigi og miðstigi. Að venju koma nemendur með þorramat að heiman og allir sem einn mæta með góða skapið og við höfum gaman saman.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 16. janúar 2014

Fréttir af skólastarfinu í janúar

Úr atriði kennara á Þorrablóti 2013
Úr atriði kennara á Þorrablóti 2013

Erum að byrja undirbúning á leikriti fyrir árshátíð þar sem allir nemendur ætla að leika saman leikritið „Dýrin í Hálsaskógi". Þessi hugmynd hefur komið upp í mörg ár að vinna sameiginlega að einu stóru leikriti í stað þess að hver nemendahópur sé með sitt atriði. Það eru því spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Stefnt er á að halda árshátíðina 27. mars nk. (sjá skóladagatal hér til vinstri). Foreldrakönnun er á næsta leiti og hvetjum við foreldra til að taka þátt í henni því án þátttöku foreldra er lítið varið í skólastarfið og könnunin tæki til að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri.

Nemendum á unglingastigi stendur til boða að fara á SamVest söngvakeppni félagsmiðstöðvanna í Hólmavík á föstudaginn 17. janúar. Umsjónarkennari hefur sent foreldrum upplýsingar í tölvupósti. Þorrablót G.Þ. er 24. janúar nk. og verður með hefðbundnu sniði (nánar auglýst þegar nær dregur). Annars eru nemendur að vinna eftir sínum áætlunum og skólastarfið í "góðum gír". Heimavinna sérstaklega hjá þeim eldri getur orðið e-ð meiri síðustu dagana í janúar þar sem vetrarönnin fer að klárast og námsmatsdagar að vetri hefjast 3. febrúar nk.

 

Góðar stundir:)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 5. janúar 2014

Gleðilegt nýtt ár

Frá áramótabrennu 2012
Frá áramótabrennu 2012

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samstarfið á árinu sem var að líða. Skólinn hefst samkvæmt stundaskrá kl. 10:00 mánudaginn 6. janúar eftir jólaleyfi. 

 

Samkvæmt hefðum skólans þurfa nemendur ekki að mæta fyrr en kl.10:00 í skólann eftir ævintýri álfa og trölla á Þrettándanum. Hvetjum alla nemendur að klæða sig upp og halda í skemmtilega hefð. Góða skemmtun :)

 

Nokkrir punktar fyrir vikuna:

  • Tónlistarskólinn byrjar fimmtudaginn 9. janúar (samkv. skilaboðum frá Tuuli).
  • Valtímar á unglingastigi hefjast ekki fyrr en vikuna 13.-17. janúar. Eyða myndast í stundatöflu nemenda þangað til. Þegar valið er komið á hreint verður gefin út ný stundaskrá.
  • Umsjónarkennari á miðstigi verður í leyfi til 8. janúar, kennarar hjálpast að við að fylla í hennar skarð.
  • Nemendur á yngstastigi ljúka sundviku dagana 13.-17. janúar, vegna daga sem féllu niður í desember. Nánar um það þegar nær dregur.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 19. desember 2013

Litlu jólin, gleði, gleði, gleði

Gleðileg jól
Gleðileg jól

Litlu jólin eru á morgun 20. desember. Nemendur mæta kl.9:30 og skólabíllinn fer af stað um kl. 12. Það sem nemendur þurfa að hafa í huga fyrir þessa stund í skólanum áður en haldið er í jólaleyfi er:

  • mæta í jólaskapi og betri fötum
  • heimilt að hafa með sér jóla-sparinesti
  • hafa með sér kerti og stjaka til að búa til notalegheit í stofunni
  • taka með sér pakka í pakkaskiptin fyrir um 500 kr.

Dagskrá litlu jólanna hefst með stund í heimastofu með umsjónarkennara þar sem jólakortum er dreift, pakkaskipti og fleira sem gera stundina notalega. Allir nemendur koma svo saman á sal og dansað og sungið í kringum jólatréð og eins og nemendur vita þá er aldrei að vita nema óvæntir gestir renni á hljóðið.............

Litlu jólunum lýkur um kl.11:45 þegar nemendur hafa kvatt kennara sína

 

Mánudaginn 6.janúar hefst skólinn aftur eftir jólafrí. Nemendur mæta kl.10:00 samkvæmt stundatöflu.

Þriðjudaginn 7.janúar höldum við í hefðirnar og mætum í skólann kl.10:00 eftir að hafa sofið vel eftir ævintýri álfanna á þrettándanum.

Kennarar og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri óskar öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón