Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 5. september 2018

Foreldrafrćđsla á Ísafirđi

Mánudaginn 10. september kl. 20. ætlar Sólveig Norðfjörð sálfræðingur, að bjóða upp á fræðsluerindi fyrir foreldra 5 og 6 ára barna.

Erindið sem verður um 60 mínútur að lengd, verður haldið í salnum á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Á eftir erindinu verður svo boðið upp á spurningar og umræður.

 

Ókeypis aðgangur.

,,Grunnskólanum er umhugað um persónuvernd og réttindi einstaklinga sem varða persónuupplýsingar. Ný persónuverndarstefna grunnskólans sem lögð verður fyrir bæjarráð á allra næstu dögum mun segja til um hvaða persónuupplýsingum skólinn safnar, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar verða geymdar, hvert þeim kunni að verða miðlað og hvernig öryggi þeirra er tryggt. Stefnan er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Að undanförnu hefur grunnskólinn unnið að því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til hans á grundvelli laganna. Í því samhengi hefur grunnskólinn sett sér það markmið að hefja næsta skólaár í fullu samræmi við lögin. Einn liður í því krefst þátttöku foreldra sem tekin verður fyrir í fyrstu foreldraviðtölum skólaársins þann 23.08.2018, en þar kemur skólinn til með að leita samþykkis hjá foreldrum fyrir myndatöku af börnum þeirra og birtingu myndefnis. Til að tryggja ytra öryggi persónuupplýsinga nemenda verður jafnframt leitast eftir því að fá foreldra til að undirrita trúnaðaryfirlýsingu um þau atriði skólastarfs og einstaka nemendur sem þeir kunna að fá vitneskju um í heimsóknum sínum í grunnskólanum. Sérstök athygli er vakin á því að þessar ráðstafanir eru gerðar með hagsmuni nemenda og vernd persónuupplýsinga þeirra að leiðarljósi‘‘.
 
 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 21. ágúst 2018

Skólasetning skólaáriđ 2018-19

G.Ţ. verđur settur í 121 skipti á fimmtudaginn
G.Ţ. verđur settur í 121 skipti á fimmtudaginn

Grunnskólinn á Þingeyri verður settur á sal skólans fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10. Eftir setningu hitta nemendur og foreldrar umsjónarkennara í sínum heimastofum. Nemendur fá stundatöflur og skráningar í mötuneyti og fleira fara fram. Eftir setninguna eru foreldraviðtöl þar sem hver nemandi, foreldrar og kennarar fara saman yfir áherslur og markmið.

Það er hægt að panta sér tíma í foreldraviðtöl á mentor.is

 

Ef þið eruð búin að gleyma lykilorði fyrir aðgang á mentor smellið þið á „Innskráningu“ og í framhaldinu „Gleymt lykilorð“. Ef þú ert skráður sem aðstandandi hjá skólanum og með rétt netfang skráð þar, ættir þú að fá tölvupóst sem gefur þér frekari upplýsingar um innskráningu. Ef það er ekki raunin þarftu að hafa samband við skólann og biðja um að þú sért skráð/ur inn og rétt netfang fylgi með

 

Skóladagatalið er hér til hliðar. Við hvetjum ykkur til að skoða það hér

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 25. júní 2018

Drög ađ skóladagatali

Drög að skóladagatal fyrir næsta skólaár er komið á tengil hér til hliðar. Skólinn verður settur fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10 "á sal" skólans. Eftir setningu verða foreldraviðtöl þar sem umsjónarkennari hittir hvern nemanda með foreldrum til að setja sér markmið og fara yfir skipulagið.

 

Gleðilegt sumar og vonandi fer skólin að skína meira á okkur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. maí 2018

Síđustu dagarnir skipulag

Tómstund: Grilluđum Lovísubrauđ í skóginum
Tómstund: Grilluđum Lovísubrauđ í skóginum

Það er allt á fullu í skólanum þessa dagana. Nemendur eru að klára síðustu verkefnin sín og ekki hægt að segja annað en að það sé kominn "vorfílingur" í mannskapinn.

 

Nemendur fengu í morgun töskupóst um skipulag síðustu viku þar sem hefðir stýra för frekar en föst stundaskrá. ath. að það verða ekki íþróttir á mánudaginn (gleymdist að setja á blaðið). 

 

Mánudagurinn 28. maí: Nemendur vinna í hópum og fræðast um loftslagsmál og fleira. Söfnun áheita fyrir þá sem minna eiga sín í heiminum.

 

Þriðjudagurinn 29. maí: Gróðursetning, götumálun, ruslatínsla og fl.

 

Miðvikudagurinn 30. maí: Vordagurinn, útþrautir á Þingeyrarodda og grillaðir hamborgarar við sundlaugina. 

 

Fimmtudagurinn. 31. maí: Starfsdagur, nemendur frí, starfsmenn skólans verða við vinnu í skólanum.

 

Föstudagurinn 1. júní: Skólaslit í Þingeyrarkirkju kl. 16

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miđvikudagurinn 16. maí 2018

Laufgum tréđ - lestrarátak

Laufgađa lestrartréđ okkar
Laufgađa lestrartréđ okkar

Fimm vikna lestrarátaki er nú formlega lokið. Nemendur hafa staðið sig með eindæmum vel og er það vel sýnilegt á "laufgaða" trénu okkar. Markmið hverrar viku var að lesa a.m.k. 150 mínútur á viku - heima og í skóla - og ef því var náð fékk viðkomandi laufblað til að klippa út, skrifa nafnið sitt á og mínútufjölda og hengja á tréð. Þar sem við erum öll misjöfn (eins og laufblöðin) voru 3 litir af laufi í boði fyrir mismunandi markmið. 150 mínútur á viku gáfu ljósgrænt laufblað, 175 mínútur á viku gáfu milligrænt laufblað og 200 mínútur á viku (eða meira) gáfu dökkgrænt laufblað. Það er skemmst frá því að segja að tréð okkar góða skartar öllum litum. Það eru ansi margar mínútur (og klukkustundir) að baki þessum laufblöðum og við getum öll verið stolt af okkar laufblöðum.

Verðlaun fyrir að standast markmiðið fyrir allar 5 vikurnar verða svo veitt á morgun, fimmtudag eftir hádegi og verður það "óvænt". Þeir örfáu sem náðu ekki sínum markmiðum verða í "venjulegum skóla" samkvæmt stundaskrá.

Við hvetjum náttúrulega alla til þess að halda áfram að lesa og minnum á að 15 mín. lestur heima á dag er liður í skólastarfinu. Foreldrar bera ábyrgð á heimalestri yngri barnanna, eldri börnin geta borið þá ábyrgð sjáf að mestu :-)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 30. apríl 2018

Munum eftir hjálminum

1. bekkur í G.Ţ. spenntir fyrir gjöfinni sem ţeir voru ađ fara fá afhenta
1. bekkur í G.Ţ. spenntir fyrir gjöfinni sem ţeir voru ađ fara fá afhenta
1 af 2

Nú þegar vorið er komið er vert að minna á notkun hjálma þegar við erum að hjóla, renna okkur á hjólabretti og/eða hjólaskautum. Helena skólahjúkrnuarfræðingur kom í heimskókn í skólann um daginn og var með fræðslu fyrir yngsta stig og nemendur í 4. bekk um hjálmanotkun. Það er mjög mikilvægt að vera með hjálm eins og við sjáum þegar Helena missti eggið í gólfið og svo eggið sem var með hjálm.

 

Hjálmaverkefni Kiwanis með hjálm á höfði rataði til okkar í G.Þ. í síðustu viku og fengu nemendur í 1. bekk afhenta hjálma með viðhöfn á kaffistofu kennara. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum 1.bekk reiðhjólahjálma. Bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp  við hjólreiðar sem afar vinæl frístundaiðkun auk þess að vera góð samgönguleið.  Hjálmarnir nýtast einnig vel við notkun hjólabretta og hjólaskauta. Nemendur voru ánægðir með gjöfina og þakklátir.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 18. apríl 2018

Löng helgi framundan

Nemendur ađ umpotta plöntu sem ţau sáđu í mars
Nemendur ađ umpotta plöntu sem ţau sáđu í mars
1 af 3
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn 19. apríl og starfsdagur á föstudag. Við vonum að allir njóti þessara daga sem best til að hlaða batteríin fyrir vorið. Minnum alla á lestrarátakið og lesa þó það sé frí. 
 
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
 
Með fréttinni fylgja nokkrar myndir frá umpottun á sumarblómum sem nemendur sáðu í mars. Það er mjög vinalegt að hafa þessar fallegu grænu plöntur í glugganum. Hver nemandi sér um að sinna sinni plöntu 🌱
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 17. apríl 2018

Skíđaferđ frestađ vegna veđurs

Því miður þá verðum við að fresta skíðaferðinni. Við fylgjumst með veðurspá og reynum aftur síðar og verðum í sambandi um það í gegnum mentor tölvupóstinn😊

venjulegur skóladagur í dag

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 13. apríl 2018

Skemmtileg tćkni

Nemandi í áhugasviđi teiknar upp og ţjálfar m.a. skilningarvit og hreyfifćrni í
Nemandi í áhugasviđi teiknar upp og ţjálfar m.a. skilningarvit og hreyfifćrni í
1 af 2

Fyrir páska eignaðist skólinn skemmtilegt tæki sem heitir Osmo. Osmo er skemmtilegt og margverðlaunað leikja- og námstæki fyrir iPad. Verkefnin í Osmo örva m.a. skilningarvitin, hreyfifærni, rökhugsun og sköpun á fjölbreyttan hátt. Hægt er að sníða verkefnin að nemendum á öllum aldri en flest forritin henta vel nemendum í leikskóla og á yngra og miðstigi.

 

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að nota tækin en skólinn á 2 sem nemendur skiptast á að nota. Það er svo aldrei að vita nema að vinna með Osmo þróist svo í fleiri námsgreinar en forritin sem fylgja tækinu bjóða upp á mjög fjölbreytta möguleika í námi og kennslu.

« 2018 »
« Október »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón