Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. október 2018

Endurskođun íţrótta- og tómstundastefnu Ísafjarđarbćjar

Fundur á morgun
Fundur á morgun "á sal" fyrir áhugasama á öllum aldri!

Íbúafundir vegna endurskoðunar íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar verða haldnir á þremur stöðum klukkan 17 á morgun, þriðjudaginn 16. október. Fundirnir verða í Grunnskólanum á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólanum á Þingeyri. Gera má ráð fyrir að fundirnir standi í um tvær klukkustundir og eru áhugasamir á öllum aldri boðnir hjartanlega velkomnir til skrafs og ráðagerða.
Sambærilegur fundur verður síðan haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði þriðjudaginn 30. október klukkan 17.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 11. október 2018

Fyrirlestur fyrir foreldra-kynfrćđsla

Kjaftađ um kynlíf
Kjaftađ um kynlíf

Í kvöld fimmtudagskvöldið 11. október verður Sigga Dögg kynfræðingur með foreldrafræðslu í Grunnskólanum á Ísafirði (nánari staðsetning: danssalur G.Í.) kl. 20:00-21:30. Foreldrar nemenda í G.Þ. er velkomnir til að sækja fyrirlesturinn. Hér er hægt að fá nánari upplýsngar um fyrirlesturinn. Sigga Dögg mun hitta nemendur á elsta stigi í "litlu" skólunum hér á Þingeyri á morgun 12. október.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 11. október 2018

Bleikur dagur 12. október

Lestu bleika bók í október
Lestu bleika bók í október
1 af 2

Á FÖSTUDAGINN 12. OKTÓBER VILJUM VIÐ VEKJA ATHYGLI Á KONUM MEÐ BRJÓSTAKRABBAMEIN. VIÐ HVETJUM ALLA TIL AÐ SÝNA SAMSTÖÐU OG KOMA Í EINHVERJU BLEIKU Í SKÓLANN.

 

Við tókum líka saman allar bleiku bækurnar okkar og hvetjum nemendur til að lesa bleika bók í október ef þeim vantar bók til að lesa (sjá mynd)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 10. október 2018

Lesfimi skólabarna hefur aukist

Lestur er lykillinn
Lestur er lykillinn

Lesfimi íslenskra skólabarna jókst marktækt milli ára, samkvæmt lesfimiprófi Menntamálastofnunar sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í september sl. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna skili árangri.

Haustið 2015 gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög í landinu með sér svokallaðan Þjóðarsáttmála um læsi. Markmið sáttmálans var að tryggja að öll börn gætu við lok grunnskóla lesið sér til gagns enda þykir sannreynt að lífsgæði og læsi haldist í hendur. Með skipulögðu mati á lesfimi barna á grunnskólaaldri má fylgjast með stöðu og framförum hvers barns, og grípa inn í þar sem þurfa þykir til að styrkja námsstöðu barnsins.

...
Meira
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 4. október 2018

Göngum í skólann- Gull skórinn

1 af 4

Nú er átakinu "Göngum í skólann" formlega lokið. Allir nemendur skólans og starfsfólk tók þátt í átakinu og stóðu allir nemendur sig vel. Starfsfólk skólans mætti taka nemendur sér til fyrirmyndar því að flestir nemendur gengu eða hjóluðu alla dagana sem átakið stóð. Nemendur í skólabíl gengu líka en bílstjórinn stöðvaði bílinn hér fyrir innan skólann svo þeir nemendur gætu verið með.

 

Nemendur á mið stigi hlutu "Gull skóinn 2018" og fá að hafa hann inn í sinni heimastofu í vetur. Nemendur sýndu mikla samvinnu og hvöttu hvort annað til að ganga. Elsta,- og yngsta stig voru jöfn og munaði einungis 0,27 á meðaltalstölum núna í lokin.

 

Minnum á að það er farið að rökkva á kvöldin og fram á morgun og þörf er á endurskinnsmerkjum. Einnig minnum við alla göngugarpa sem hjóla ennþá í skólann á að vera upplýstir og með hjálm.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 3. október 2018

Göngum í skólann- Lögguheimsókn

1 af 3

Síðasti mánudagur var síðasti mánudagurinn í "Göngum í skólann" átakinu. Að því tilefni fengum við lögregluþjón í heimsókn til okkar í skólann. Haukur lögregluþjón heilsaði upp á nemendur á mið,-og elsta stigi og spjallaði við þau um daginn og veginn og svaraði spurningum nemenda um störf lögreglunnar. Haukur hitti svo nemendur á yngsta stigi í íþróttahúsinu við mikinn fögnuð og áhuga nemenda. Farið var yfir ýmiss atriði og minnt á að nú væri tími endurskinnsmerkjanna að hefjast aftur og margt fleira. Lögreglan er vinur okkar og við getum alltaf leitað til hennar í vanda.

 

Fimmtudaginn 4. okt kemur svo í ljós hvaða hópur hlýtur "GULL SKÓINN" (nánari frétt um það síðar).

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 17. september 2018

Til hamingju krakkar

Allir gerđu sitt besta og margir bćttu sig frá ţví í fyrra
Allir gerđu sitt besta og margir bćttu sig frá ţví í fyrra
1 af 2

Skólahlaupið eða Ólympíuhlaupið fór fram föstudaginn 14. september. Það er hefð fyrir því að hlaupa það á haustdögum og fastur viðburður í skóladagatali. Verkefnið tengist einnig átakinu „Göngum í skólann“ sem skólinn er skráður í til 3. október. Veðrið var einstaklega gott fyrir útihlaup og við sluppum við rigningu. Meira segja lét sólin aðeins sjá sig þegar nemendur hlupu í gegnum markið. Eftir hlaup fengu allir extra skammt af ávöxtum og skelltu sér í sund. Margir höfðu sett sér markmið sem þeir stóðust og allir stefndu á að gera sitt besta. Elstu börnin á leikskólanum hlupu „litla víkingasvæðishringinn“, yngsta stig fór 2,5 km og þeir sem treystu sér til fóru 5. Nemendur á mið,- og elsta stigi fóru 5 -10 km. Í fyrra árið 2017 voru hlaupnir yfir 117,5 km í ár hlupu þessir flottu krakkar 183,5 km. Til hamingju Dýrfirðingar með þessa frábæru krakka sem eru okkur öllum til sóma!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. september 2018

Ólympíuhlaupiđ

Hlaupiđ hefst kl. 10:15, hvetjum alla sem geta til ađ vera međ
Hlaupiđ hefst kl. 10:15, hvetjum alla sem geta til ađ vera međ

Föstudaginn 14. september ætlum við að hlaupa Ólympíuhlaupið. Hlaupið verður ræst kl. 10:15 frá kirkjunni. Allir fá ávexti eftir hlaup og fara svo í sund. Skóli samkvæmt stundatöflu eftir hádegi.  Allir þurfa að koma með eða vera í íþróttafötum sem henta vel í útihlaup og hafa meðferðis sundföt og handklæði.

Vegalegndirnar eru 2,5 km fyrir yngstu nemendurnar

5 km og 10 km fyrir mið,-og elstastig (val)

Óskir um vegalengdir er einnig hægt að ræða og semja um við Ernu (einstaklingsmiðun)

Nemendur sem ætla 10 km mega hlusta á tónlist á meðan þeir hlaupa kjósi þeir það og þurfa að hlaupa í vestum.

Allir eru velkomnir til að taka þátt í þessum viðburði með okkur, börnin á Laufás taka þátt

Eitt helsta markmið skólahlaupsins er að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.Nánar má lesa um skólahlaupið á vef Í.S.Í. http://www.isi.is/fraedsla/olympiuhlaup-isi/

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miđvikudagurinn 12. september 2018

Enginn dagur eins í skólastarfinu

Nemendur lćrđu origami
Nemendur lćrđu origami
1 af 2

Mig langaði að deila því með ykkur hvað það er gaman að vera kennari. Alltaf líf og fjör og enginn dagur eins. Smá sýnishorn af deginum okkar í dag, sem er "bara venjulegur miðvikudagur". Við fengum japanska stúlku til að kenna origami-gerð og þar fór fram þvílík sköpun. Einnig erum við með danskan gestakennara í tvær vikur sem talar dönsku "hele tiden" og nemendur og kennarar spjalla við hana án mikilla erfiðleika Í dag var einnig á dagskrá áhugasvið, textílmennt, heimilisfræði, hönnun og smíði, dans OG kjarnagreinar (ísl. og stæ.) Unglingastigið endaði svo daginn á valgrein sem var sjósund. Allir stóðu sig eins og hetjur og það var bros á hverju andliti Þetta var smá samantekt af deginum í Grunnskólanum á Þingeyri

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 5. september 2018

Foreldrafrćđsla á Ísafirđi

Mánudaginn 10. september kl. 20. ætlar Sólveig Norðfjörð sálfræðingur, að bjóða upp á fræðsluerindi fyrir foreldra 5 og 6 ára barna.

Erindið sem verður um 60 mínútur að lengd, verður haldið í salnum á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Á eftir erindinu verður svo boðið upp á spurningar og umræður.

 

Ókeypis aðgangur.

« 2018 »
« Desember »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón