Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 15. febrúar 2023

Réttu orđin -spjöllum um klám

1 af 3

Í framhaldi af viku 6 hvetjum við foreldra til að ræða við börn sín um klám til að efla heilbrigða kynhegðun. Elsta stig tók þátt í viku 6 sem fól í sér kynfræðslu og umræðu á hverjum degi. Mið stig fékk í síðustu heimsókn Telmu skólahjúkrunarfræðings fræðslu um kynheilbrigði. Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. En klám er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Mörgum foreldrum þykir tilhugsunin um að taka samtal um klám við barnið sitt ógnvekjandi eða vandræðaleg. Því urðu til eftirfarandi leiðbeiningar, m.a. byggðar á rýnihópaviðtölum við foreldra, nýjustu rannsóknum og reynslu fagfólks. 

 

Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur (Stígamót.is)

 

Inn á stigamot.is má finna gott efni sem styrkir foreldra til að taka þessi mikilvægu samtöl um klám og kynheilbrigði við börnin sín. r má einnig finna myndband fyrir foreldra með góðum ráðum. 

Samstarfsverkefni Stígamóta, Frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Jafnréttisskólans, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Rannkyn.
 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 10. febrúar 2023

Íţróttafélagiđ Höfrungur gefur G.Ţ. og Laufási gönguskíđi

Börnin taka viđ gjöfinni
Börnin taka viđ gjöfinni
1 af 9

Íþróttafélagið Höfrungur gaf G.Þ. og Laufási veglega gjöf sem var afhent formlega í tómstund í dag. Gjöfin var m.a. styrkt af Byggðarþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar. 18 gönguskíði og skór munu nýtast báðum skólunum við heilsueflingu og eykur fjölbreytni og möguleika á hreyfingu og útivist. 

 

Nú er bara að vona að snjórinn haldist aðeins hjá okkur og sólin fari að skína svo börnin geti notið þessarar veglegu gjafar sem við erum afar þakklát fyrir. Báðir skólarnir eru með fasta tíma í vikuskipulagi sínu þar sem gönguskíðin geta nýst vel. Á Laufási eru börnin í skipulögðu útinámi einu sinni í viku og 3.-4. bekkur er með fastan tíma á fimmtudögum í útkennslu. Elstu börnin á Laufási og 1.-4. bekkur hittast einnig 1x í viku á föstudögum í tómstund sem Kristín Harpa og Guðrún Snæbjörg sjá um og er liður í Brúum bilið áætlun skólanna um samstarf. Í þessum tímum verður vonandi hægt að fara á gönguskíði. 

 

Takk fyrir okkur Höfrungur!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 31. janúar 2023

Ţađ verđur skóli í dag

Veđurspá um hádegisbil í dag 31. janúar
Veđurspá um hádegisbil í dag 31. janúar

Þegar gular viðvaranir eru í gildi hjá Veðurstofu Íslands skulu foreldrar ávallt meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann. Skólinn er alltaf opinn þó slíkar viðvaranir sé í gildi. 

Þegar appelsínugular eða rauðar viðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi hefur skólastjóri heimild, í samráði við sviðsstjóra, að fella niður skólastarf. Sé það gert er það auglýst á heimasíðu skólans, Facebook síðu skólans, svo og í tölvupósti til foreldra, eigi síðar en kl. 7:00 að morgni þess. 

Ekki er talin ástæða til að fella niður skóla vegna veðurs- það verður skóli. Minnum á að koma vel klædd.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 30. janúar 2023

Slćm veđurspá-appelsínugul viđvörun

Myndin sýnir veđurspá fyrir ţriđjudagsmorguninn 31.janúar 2023
Myndin sýnir veđurspá fyrir ţriđjudagsmorguninn 31.janúar 2023

Veðurstofan spáir austan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s og hviður sums staðar yfir 35 m/s í vindstrengjum við fjöll. Einnig eru líkur á skafrenningi með takmörkuðu skyggni. Lausir munir gætu fokið og færð gæti spillst. Núna er gulviðvörun að skella á og í fyrramálið er hún appelsínugul.

 

Upplýsingar um skólahald mun birtast um kl. 7:00 á heimasíðu og facebook síðum skólans.

Minnum á verklagsreglur um skólahald í leik, og grunnskólum vegna óveðurs hér

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 8. desember 2022

Rauđurdagur

Tarzan og allir “aparnir”
Tarzan og allir “aparnir”
1 af 3

Föstudaginn 9. desember er RAUÐURDAGUR í skólanum. Allir nemendur koma í einhverju rauðu. Foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur og öðrum velunnurum er boðið í jóla huggulegheit kl. 11:15.


Nemendur fóru í Tarzan í dag sem er fyrir löngu orðin hefð í aðdraganda jólanna. Eltingaleikurinn gekk stórslysalaust og allir fengu tækifæri til að uppfylla hreyfiþörf sinni ásamt því að fylla á gleði tankinn. 

Hlökkum til að sjá ykkur

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 21. nóvember 2022

Fyrirlestur um netöryggi

Hvetjum alla foreldra til ađ skrá sig á ţennan mikilvćga fund
Hvetjum alla foreldra til ađ skrá sig á ţennan mikilvćga fund

Skólinn vill hvetja alla foreldra og þá sem vinna með börnum á fyrirlestur sem lögregla stendur fyrir í samvinnu við Barnaheill, 112, SAFT, Heimili og skóla, Inhope Ins@fe og Fjölmiðlanefnd.

Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 23. nóvember kl. 12-13 og má nálgast hann hér 

 

Hægt er að skrá sig hér: https://bit.ly/foreldrafundur 

 

Fundurinn er eingöngu á netinu og verða kynnt praktísk ráð fyrir foreldra um stafræna miðla, notkun þeirra og úrræði vegna stafrænna brota. Fundurinn hefst á kynningum og svo fylgja á eftir lifandi pallborðsumræður þar sem foreldrum á netinu verður jafnframt gert kleift að spyrja spurninga.
Þessi stafræni foreldarfundur er hluti af aðgerðum ríkislögreglustjóra gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum í samræmi við samkomulag þess efnis við stjórnvöld. Meðal annara aðgerða er vitundavakning meðal ungmenna í 8. bekk grunnskóla um stafrænt ofbeldi og gildi samþykkis í stafrænum og kynferðislegum samskiptum. Sérstakt fræðsluefni hefur verið útbúið fyrir nemendur í 8. bekk, auk þess sem kennsluleiðbeiningar og upplýsingar fyrir foreldra eru gerð aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku.

 

Fundurinn er í upptöku og verður aðgengilegur á netinu til áhorfs að honum loknu ef foreldrar geta ekki tekið þátt kl. 12-13!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 8. nóvember 2022

Dagur gegn einelti

STERK SAMAN
STERK SAMAN
1 af 4

Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti.

Í morgun sátu nemendur og starfsfólk saman "á sal" þar sem horft var á myndbönd og farið var yfir reglur er varða einelti. Einnig ræddum við saman um þætti sem hjálpa okkur til að vera þær manneskjur sem við viljum vera (næring, svefn og hreyfing, ef þessir hlutir eru í lagi þá erum við líklegri til að standa við hlutverk okkar). 

Samkv. 2 gr. Barnasáttmálans eiga öll börn rétt á því að líða vel.

Saman gerðu nemendur og starfsfólk sáttmála sem er myndrænn og minnir okkur á að STERK SAMAN náum við að auka gleði og umhyggju í skólanum okkar.

 

Nemendur tóku heim í dag bækling fyrir foreldra, bæklinginn má einnig finna hér

Minnum líka í tilefni dagsins á eineltisáætlun skólans sem er hér til vinstri-ekki bíða með að hafa samband við skólann ef einhver grunur er um einelti eða vanda í samskiptum. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 31. október 2022

Skólanesti

Margvíslegar hugmyndir ađ nesti
Margvíslegar hugmyndir ađ nesti
1 af 6

Mikilvægt er fyrir nemendur í grunnskólum að borða reglulega svo þau fái orku- og næringarefni jafnt yfir allan daginn og geta þá betur tekist á við verkefni sín. Börn þurfa hlutfallslega meiri orku en fullorðnir þar sem þau eru enn að vaxa og þroskast.

 
Hér til hliðar má skemmtilegar og hollar hugmyndir að hollum bita í nestisboxið. 
 
Hér má sjá ráðleggingar um nesti grunnskólabarna frá landlækni.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 28. október 2022

Upplifum ćvintýri saman - símalaus sunnudagur

Hvetjum nemendaráđ skólans til ađ standa fyrir símalausri féló og símalausum degi í skólanum.
Hvetjum nemendaráđ skólans til ađ standa fyrir símalausri féló og símalausum degi í skólanum.

Á sunnudaginn er dagurinn sem enginn hefur beðið eftir – símalausi dagurinn. Dagurinn er haldinn af Barnaheill og á honum er stungið upp á að bæði börn og fullorðnir eyði deginum með fjölskyldu og vinum, í raunheimi og leggi frá sér símana.

 

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessari vitundarvakningu með  með því að setja mörk á skjánotkun bæði hjá þér og þínu barni. Fjölga samverustundum án snjalltækja og nýta æfingar og önnur úrræði til að auka vellíðan. Það eru rannsóknir sem gefa skýrar niðurstöður um fylgni á auknu einelti, kvíða og erfiðri hegðun barna sem eru of mikið í snjalltækjum. Gott að miða við að vera ekki í símanum meira en 2 klst. á dag.

 

Hér má sjá nánari upplýsingar um hvatninguna og afhverju við ættum að taka áskoruninni og hér má skrá sig til leiks og freista þess að vinna verðlaun og fá sendar hugmyndir um hvað er hægt að gera í stað skjáhorfs.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 26. október 2022

Hrekkjavökuball

Hrekkjavökuball verður haldið í skólanum fyrir nemendur í öllum námshópum fimmtudaginn 27. október kl. 17-19. Það kostar 300 kr. fyrir þá sem mæta í búning og 500 kr. fyrir þá sem mæta ekki í búning. Það má koma með sætan drykk og gotterí á ballið. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja Nemendaráðið

« 2023 »
« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón