Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 2. apríl 2024

Árshátíð G.Þ.

Auglýsingahönnun nemenda á elsta stigi.
Auglýsingahönnun nemenda á elsta stigi.

Árshátíð G.Þ. verður föstudaginn 5. apríl. Nemendur hafa undanfarnar vikur verið að æfa leikritið um hafmeyjuna Ariel og vini hennar. Ariel verður ástfangin af manni og er tilbúin til að fórna röddinni til að fá fætur fyrir sporð. 

Fyrri sýning kl. 10 og börnin á Laufási koma fram. Ávextir í boði í hléi.

Seinni sýning verður kl. 19:30 og sjoppa í hléi.

 

Aðgangseyrir er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri.


Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.

Sjáum nú hvort ástin sigrar. Hlökkum til að sjá ykkur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 18. mars 2024

Skólahald vegna veðurs

Veðurspá kl.12 á hádegi mánudaginn 18.mars
Veðurspá kl.12 á hádegi mánudaginn 18.mars
Appelsínugul veðurviðvörun er í gangi og slæm spá. Skólinn verður opinn, ef einhverjir foreldrar ætla að halda börnum sínum heima þá tilkynna þeir það með því að hringja í skólann eða senda skilaboð í mentor. 
Meðfylgjandi eru verklagsreglur Ísafjarðarbæjar um skólahald og veðurviðvaranir: 
 Hvetjum foreldra til að fylgja nemendum og gæta varkárni.
 
Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 13. mars 2024

10. bekkur í heimsókn í MÍ

Margvíslegt nám í boði í MÍ
Margvíslegt nám í boði í MÍ
1 af 4

Í dag litu 10. bekkingar upp úr árshátíðarundirbúningi og skelltu sér á kynningu hjá Menntaskólanum á Ísafirði. En MÍ stendur árlega fyrir kynningu á námi og félagslífi fyrir 10. bekkinga á Vestfjörðum. Þar voru saman komnir tæplega 70 10. bekkingar úr grunnskólunum á norðanverðum Vestfjörðum. Skólastarfið var kynnt vel fyrir nemendum og einnig kynnti nemendaráð sig og sína starfsemi, því félagslíf framhaldsskólanema er jú stór partur af framhaldsskólalífinu.

Einnig var Háskóladagurinn fluttur vestur, því allir háskólarnir voru með kynningu á sínu námi fyrir menntskælinga og aðra gesti og nutu okkar 10. bekkingar góðs af því. Þó framhaldsskólinn sé auðvitað fyrst á dagskrá er gott að sjá hvað er í boði eftir 3-4 ár.
Að lokum fórum við svo á Vörumessu sem ungir frumkvöðlar í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun sýndu afrakstur sinn.

Þetta var mjög skemmtilegur og fræðandi dagur. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 2. janúar 2024

Gleðilegt nýtt ár

Áhugasviðsverkefnið
Áhugasviðsverkefnið "Afmælisdaga hendur" eftir 3 nemendur í 8.-9. bekk

Við bjóðum árið 2024 velkomið og þökkum nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans fyrir árið sem er liðið.

Við  höldum ótrauð áfram með núverandi skólaár. Skóli hefst aftur eftir jólaleyfi fimmtudaginn 4. janúar kl. 10.

Starfsfólk mætir til vinnu þann 3. til að undirbúa og skipuleggja næstu önn.

 

Matseðill fyrir janúar er kominn hér inn á heimasíðu skólans.

 

Helstu fréttir af skólastarfinu eru þær að við höldum áfram að fara í íþróttir í staðinn fyrir sund.

Stefnt er að að því að viðgerð á sundlaug klárist í febrúar. 

Verð á pr. máltíð hækkaði ekki núna um áramótin. Reikningar sem berast núna í janúar eru hærri vegna þess að við þá bætast áskriftir í ávexti og mjólk út maí.

 

Hlökkum til samstarfs á nýju ári

Starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. desember 2023

Gleðileg jól

Beðið eftir jólasveinunum
Beðið eftir jólasveinunum
1 af 4

Í morgun fóru Litlu jólin í G.Þ. fram. Nemendur áttu rólega stund í sínum námshópum með umsjónarkennara og stuðningsfulltrúm. Meðal þess sem var gert var spila, leika og lesa. Smjattað var á góðgæti við kertaljós og skipst á litlum jólaglaðningum sem hver nemandi tók með sér í skólann. Að endingu var gengið í kringum jólatréð "á sal". Flestir voru í  jólastuði, sungið var við undirleik Nonna sem gerði stundina ákaflega gleðilega. Söngurinn ómaði hátt og snjallt, engir aðrir en Stúfur og Hurðaskellir runnu á hljóðið.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jólahátíðar og bestu óskir um farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir árið sem er senn á enda.

 

Hvetjum nemendur til að sinna jólalestri og hlökkum til að sjá alla hressa og káta eftir hátíðirnar 4. janúar kl. 10 Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. desember 2023

Rauðurdagur 15. desember kl. 9:30

Jólakúlur úr eggjabökkum sem nemendur föndruðu á skreytingardaginn
Jólakúlur úr eggjabökkum sem nemendur föndruðu á skreytingardaginn
1 af 3

Föstudaginn 15. desember er RAUÐURDAGUR í skólanum. Allir nemendur koma í einhverju rauðu. Foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur og öðrum velunnurum er boðið í jóla huggulegheit kl. 9:30.

 

Nemendur tónlistaskólans ætla að spila og áhugasviðsverkefni verða til sýnis.

Boðið verður upp á heitt súkkulaði og sýrópskökur að hætti nemenda. Skóladagur nemenda lýkur eftir hádegismat. 


Nemendur fara í Tarzan á fimmtudaginn (mikilvægt að hafa með sér íþróttatöskuna). Tarzan er fyrir löngu orðin hefð í aðdraganda jólanna hér í G.Þ. Þar er sett svolítð extra í eltingaleik og allir fá tækifæri til að uppfylla hreyfiþörf og losa spennu. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 15. nóvember 2023

Opið hús á Degi íslenskrar tungu

Jafnrétti-enginn er eins-allir eiga sama rétt
Jafnrétti-enginn er eins-allir eiga sama rétt
1 af 3

Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13:30 verður opið hús í skólanum. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir. Opna húsið er loka viðburður þemadaga. Umfjöllunar efni þemadaga að þessu sinni er Jafnrétti. Námshóparnir ætla að kynna niðurstöður sínar og sýna verkin sín. Kynningar hefjast stundvíslega kl. 13:30.

 

Hlökkum til að sjá ykkur á Degi íslenskrar tungu Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 26. október 2023

Hrekkjavökuball í G.Þ.

Nemendaráð stendur fyrir hrekkjavökuballi 31. október kl. 18-20
Nemendaráð stendur fyrir hrekkjavökuballi 31. október kl. 18-20

Nemendaráðið ætlar að halda fyrsta ball skólaársins, þriðjudaginn 31. október kl.18-20.

 

Þemað er Hrekkjavaka eða Halloween.

 

Það kostar 500. kr inn á ballið.

 

Það má mæta með gos og smá gotterí. Hlökkum til að sjá ykkur.

Hvetjum alla til að mæta í búning!

 

Kveðja Nemedaráð G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 19. október 2023

Haustfundur- góð mæting

Bleikur dagur í G.Þ.
Bleikur dagur í G.Þ.
1 af 2

Skólastjóri boðaði til haustfundar um skólastarfið miðvikudagskvöldið 18. október. Eitt af markmiðum skólastarfsins hefur verið að efla foreldrasamstarf og fundurinn liður í því. Starfsfólk skólans vill þakka öllum foreldrum sem mættu á fundinn fyrir góðan fund og þátttöku í samræðum um málefni barna bæði í skólanum og á Íslandi í dag.

 

Við viljum hrósa foreldrum fyrir þátttökuna en um 70% foreldra mætti á fundinn. Það þykir mjög gott bæði miðað við aðra skóla og undanfarin mörg mörg ár.

 

Við merkjum vilja fyrir samvinnu og vilja til róa í sömu átt. Líðan nemenda er samfélagslegt verkefni þar sem allir þurfa að leggjast á eitt til að bæta (skóli, foreldrar, nemendur, sveitarfélag, stjórnvöld og fl.).

Efni fundarins var m.a. að kynna starfsmarkmið skólaársins. Leiðsagnarnám og innleiðing þess heldur áfram. Unnið verður með vaxtarhugarfar á þessu skólaári. Við ætlum líka að leggja áherslu á uppbyggingarstefnuna. Við sýndum bekkjarsáttmála og kynntum stefnuna. Við teljum að þessi markmið efli nemendur, bæti líðan þeirra og efli sjálfstraust.

Mál málanna voru rædd, símanotkun vs. símabann. Reglur skólans varðandi tækja notkun voru rifjaðar upp.  Umsjónarkennarar ræddu nestismál, skólaferðalög, skipulag heimalestur og fleira í heimastofum.

 

Starfsáætlun skólans má finna hér

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. september 2023

Sýning krakkaveldis smiðju á Hrafnseyri

Afrakstur krakkaveldis verður til sýnis á Hrafnseyri kl.12:30 fim.14.sept.2023
Afrakstur krakkaveldis verður til sýnis á Hrafnseyri kl.12:30 fim.14.sept.2023
Vinnusmiðja Krakkaveldis, Barnabærinn, mun taka yfir Hrafnseyri við Arnarfjörð fimmtudaginn 14. september. Þátttakendur í smiðjunni eru börn á miðstigi grunnskólanna á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri. 
 
Sýningin hefst kl. 12:30, fimmtudaginn 14. september og er opinn öllum.
 
Barnabærinn er samfélagstilraun þar sem börnunum er frjálst að prófa sig áfram með hugmyndir sínar líkt og á tilraunastofu. Bærinn verður lítið útópískt samfélag þar sem börn ráða ríkjum og reynir þannig að svara spurningunni: Hvernig væri heimurinn ef börnin réðu öllu?
 
Útkoma smiðjunnar er sviðslistaverk þar sem börnin bjóða almenningi að stíga inn í sinn draumaheim á sviðinu. Sýningin fer fram á Hrafnseyri og er miðuð að fullorðnum þó börn séu velkomin á hana líka. Takmarkið er að fullorðnir gefi sig á vald börnunum í þáttökusviðslistaverki sem er um hálftími að lengd.
 
Krakkaveldi miðar að því að ögra valdasambandi barna og fullorðinna. Mikilvægur þáttur verkefnisins er samstarf listrænna stjórnenda við þau börn sem taka þátt í verkefninu hverju sinni. Börn eru hópur í samfélaginu sem hefur hvað minnst völd yfir umhverfi sínu, þó ákvarðanir fullorðinna við stjórn hafi ekki síður áhrif á þau en aðra. Krakkaveldi miðar að því að spyrja gagnrýnna spurninga með sviðslistaverkum sínum um hvaða möguleikar felist í að breyta þeim valdastrúktúr.
 
Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leiða vinnuna. Guðný Hrund Sigurðardóttir leikmyndahönnuður sér um sjónrænan þátt smiðjunnar í samstarfi við börnin, þar sem samsköpun og listrænt frelsi er falið þátttakendum.
 
Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Grunnskólinn á Þingeyri standa fyrir vinnusmiðjunni í samstarfi við Krakkaveldið. Krakkaveldið er styrkt af Barnamenningarsjóði.
 
Hvetjum alla áhugasama og foreldra til að mæta á Hrafnseyri ☺️
« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón