Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | mánudagurinn 18. nóvember 2019

Ţemadagar

Í dag byrjuðu þemadagarnir okkar, hér eru því nemendur um allan skóla, í ýmsum verkefnum.  

Hér eru nokkrar myndir af iðnum nemendum Smile

Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | föstudagurinn 15. nóvember 2019

Í vikulok

Á dag, föstudag, byrjaði hjá okkur tveggja vikna lestrarátak. Nemendur voru út um allan skóla í morgun, bæði að lesa með vini og að lesa einir í myrkrinu við vasaljós. Munum að lesa daglega, hvort sem það er lestrarátak eða ekki Laughing

 

Í næstu viku, mánudag, þriðjudag og miðvikudag eru þemadagar hjá okkur. Þemað að þessu sinni eru bókmenntir. Nemendum verður skipt í þrjá hópa, þvert á bekki, þar sem unnið er með einn höfund á hverri stöð. Stöðvarnar eru þrjár og eru það Astrid Lindgren, J.K. Rowlings (Harry Potter) og Gunnar Helgason sem unnið verður með að þessu sinni. Allir morgnar byrja á lestri samkvæmt venju, áður en nemendur fara í hópa og á stöðvar. Þemavinnan er til 12:10 og tekur við hefðbundin stundaskrá eftir hádegi. Íþróttir og sund falla niður þessa daga. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi!

Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | mánudagurinn 11. nóvember 2019

Í vikulok - á mánudegi

Eins og ávallt var nóg að gera hjá okkur í síðustu viku. Nemendur unnu bæði með Barnasáttmálann og verkefni í tengslum við dag eineltis. Það eru því komin ný verkefni í rammana í salnum - sjá myndir. 

 

Nemendur í 6. og 7. bekk fóru að skoða veðurathuganarstöðina að Hólum - sjá myndir. Einnig fékk skólahópur Laufás að taka þátt í starfi á yngsta stigi, auk þess að vera í tómstund með 1.-7.bekk. 

 

Á miðvikudaginn var, var haustfundur, sameiginlegur með leikskólanum. Við fengum til okkar fyrirlesara, Aðalbjörgu Stefaníu sem var með erindi um samskiptaboðorðin, samskipti, vellíðan og að huga að sjálfum sér. Heiti fyrirlestrarins var að "Það þarf heilt þorp til að ala upp barn" og það er svo sannarlega rétt. 

 

Sonja Elín fór á UTÍs ráðstefnu í Skagafirði á föstudag og laugardaginn. Það er ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi og komast svo sannarlega færri að en vilja, þannig að við erum mjög heppin að Sonja E komst að og kom til baka uppfull af hugmyndum og fróðleik.

 

Guðni Th. og Eliza eru komin upp á vegg við hlið fyrrum forseta - ásamt "forsetum" GÞ ;-) 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | föstudagurinn 8. nóvember 2019

Baráttudagur gegn einelti

Hjörtu eru tákn kćrleika og ástar og međ ţeim breiđum viđ út kćrleika og ást - gegn einelti -
Hjörtu eru tákn kćrleika og ástar og međ ţeim breiđum viđ út kćrleika og ást - gegn einelti -
1 af 2

Þann 8. nóvember ár hvert er baráttudagur gegn einelti.

Hann var fyrst haldinn á Íslandi árið 2011 og Grunnskólinn á Þingeyri hefur alltaf verið með á einn eða annan hátt. Við erum jú alltaf að berjast gegn einelti, en á þessum degi er sértaklega hugað að því og rætt um varnir gegn einelti og hvernig við getum upprætt það.

Í ár ákváðum við að gera það með því að breiða út kærleika og ást, því einelti þrífst ekki á kærleika og ást.

Allir nemendur - og kennarar - klipptu út hjörtu og skrifuðu eitthvað fallegt á þau til þess að fara svo með þau út fyrir skólann og breiða út kærleikann. Senda til vina eða skólafélaga (heim til þeirra) eða til fjölskyldunnar.

Svo gekk nemendaráðið í allar stofur með sáttmála gegn einelti sem nemendur og starfsfólk skrifaði undir. Þetta hefur verið gert í nokkur skipti í kringum þennan dag, en slíkan sáttmála þarf alltaf að endurnýja þar sem nemendur og starfsfólk kemur og fer á milli ára.

Allir dagar eru baráttudagar gegn einelti - því í Grunnskólanum á Þingeyri líðst ekki einelti - og saman vinnum við gegn því með kærleika og ást.

 

Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | ţriđjudagurinn 5. nóvember 2019

Haustfundur

Ég vil minna á haustfundinn annað kvöld, miðvikudag, kl 20:00 :-) 

Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | föstudagurinn 1. nóvember 2019

Í vikulok

1 af 4

Í vikunni fengum við góða gesti, þau Linda og Villi komu til okkar og fengum við að semja sögu með þeim. Það voru allir nemendur skólans sem fengu að njóta, auk þess sem elstu drengir leikskólans voru með. Hér eru nokkrar myndir frá þessum degi. 

 

Í dag mun nemendaráð halda Halloween ball fyrir nemendur skólans. Hér er allt á fullu við undirbúning, skreytingar og koma um ýmsum græjum. Verður vafalaust mjög gaman. 

 

Á miðvikudaginn, 6. nóvember, verður haustfundur skólans. Að þessu sinni verður hann sameiginlegur með leikskólanum. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir mun vera með fyrirlestur um Samskiptaboðorðin, nánari upplýsingar má finna hér

Fundurinn hefst kl 20:00 og mun vera í ca eina - eina og hálfa klukkustund. Við verðum á sal skólans. 

Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | föstudagurinn 1. nóvember 2019

Halloween - ball

Í dag, föstudaginn 1.nóvember, ætla nemendur unglingastigs, nemendaráð að vera með ball - Halloween ball! 

 

Sjá auglýsingu - góða skemmtun :-) 

Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | laugardagurinn 26. október 2019

Skáld í skólum

Á þriðjudaginn munu Villi, Vilhelm Anton Jónsson,  og Linda Ólafsdóttir heimsækja yngsta og miðstigið. Þau eru á vegum Skáld í skólum sem er samstarfsverkefni Rithöfundasambandsins, Menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. 

Hér er linkur á þau verkefni sem voru í boði þetta árið, en það var svo sannarlega erfitt að velja eitthvað eitt! Hér linkur á síðu Rithöfundarsambands Íslands. 

 

Við ætlum að bjóða elstu drengjunum á leikskólanum að njóta með okkur :-) 

Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | föstudagurinn 25. október 2019

Vetrarfrí

1 af 2

Vonandi hafa allir það gott í vetrarfríinu - dásamlegt veður hér á Þingeyri og um að gera að njóta :-) 

Sonja Dröfn Helgadóttir Sonja Dröfn Helgadóttir | ţriđjudagurinn 22. október 2019

Starfsdagur og vetrarfrí

Á fimmtudaginn er starfsdagur hjá öllum starfsmönnum Ísafjarðarbæjar, eins og áður hefur komið fram. Skóla er því lokið kl 11:30. 

 

Á föstudaginn, 27.okt, og mánudaginn, 28.okt., er vetrarfrí - njótið sem allra best :-) 

« 2020 »
« Janúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón