Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 24. mars 2022

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Sigurvegarar undankeppninnar, á myndina vantar Möndu Ćvarsdóttur
Sigurvegarar undankeppninnar, á myndina vantar Möndu Ćvarsdóttur
1 af 8

Í dag, fimmtudaginn 24. mars, var loksins hægt að halda undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Veður setti strik í reikninginn þegar halda átti hana í síðustu viku - en í dag var bongóblíða og við gátum farið á Suðureyri, þar sem undakeppnin var haldin í ár. "Litlu skólarnir" halda sameiginlega undakeppni til að velja fulltrúa skólanna þriggja, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og skiptast á að halda undankeppnina og bjóða hinum til sín. Eins og fyrr segir var komið að Suðureyri og við fórum þangað í morgun, keppendur í 7. bekk og 6. bekkur til að sjá hvernig þetta virkar, því á næsta ári verða þau í þessum sporum. Við Guðrún Snæbjörg vorum einkabílstjórar. 

Krakkarnir okkar stóðu sig vel - og samtals voru 13 nemendur að lesa, en veikindi settu strik í reikninginn og ekki gátu allir verið með sem ætluðu að vera með. En svona er víst lífið.

Þriggja manna dómnefnd komst að því að 5 nemendur skyldu fara áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Hömrum á Ísafirði 5. apríl næst komandi, en þar keppa nemendur úr öllum skólunum á norðanverðum Vestfjörðum.

Þeir sem dómnefndin valdi voru:

Lukas Slatkevicius og Þrymur Rafn Andersen úr G.Þ. 

Vigdís Eva Leifsdóttir Blöndal, Manda Malinda Ævarsdóttir og Arnór Smári Aðalsteinsson úr G.S. 

Varamaðurinn kom svo líka frá okkur, en það er Tómas Valur Þór Bjarkason.

En þó aðeins fáir séu útvaldir er oft mjög mikill sigur fólginn í því að sigra sjálfan sig og standa fyrir framan alla og lesa upp. Í mínum augum eru þau öll sigurvegarar og ég var mjög stolt af þessum flottu krökkum okkar.

 

« 2023 »
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón