Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 4. desember 2012

Skipulagið í desember

Miðvikudagur 5. des. Skreytingadagur í skólanum. Þann dag notum við til að búa til jólakort og skreyta glugga og stofur. Hefðbundin kennsla fellur þá niður en tímarammi heldur sér. Nauðsynlegt er að allir nemendur komi með eftirfarandi:

  • Lím og skæri (sumir eiga þessa hluti í skólanum)
  • Auglýsingapésa til að klippa niður í keðjur.
  • Litla heftara og hefti
  • Skrautpennar til að skrifa á jólakort
  • Bútar af jólapappír sem má klippa út og skreyta jólakort með
  • Pappír, límmiða eða annað sem hægt er að nota í jólakortagerð.
  • Skemmtilega jólatónlist og endilega vera með jólasveinahúfur.

Föstudagur 7. des. Jólabíó í boði nemendaráðs á sal skólans kl. 10:30 – 12:00. Að sjálfsögðu verður sýnd jólamynd.

Sunnudagur 9. des. Jólaföndur- og laufabrauðsgerð foreldrafélagsins kl. 13:00 – 16:00. Sérstakt blað verður sent heim með nemendum með öllum upplýsingum.                             

Föstudagur 14. des. Jólabingó fyrir alla nemendur á sal skólans fyrir hádegi. Nemendaráð verður síðan með jóladiskótek fyrir 1.- 7. bekk kl.17:00 - 18:30.

Miðvikudagur 19. des. Jólamatur mötuneytisins. Í hádeginu borða allir nemendur saman jólamat. Nemendum sem ekki eru í mataráskrift er boðið í mat.

 

Fimmtudagur 20. desember.  Litlu jól nemenda. Mæting er í skólann kl. 09:30. Akstur heim kl. 11:45. Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er:

  • að mæta í jólaskapi og í betri fötum
  • að heimilt er að hafa meðferðis sparinesti í anda jólanna
  • að hafa meðferðis kerti og kertastjaka svo það verði notalegt í stofunum
  • að taka með sér pakka í pakkaskipti fyrir um 500 kr. hvern pakka.

Dagskrá litlu jólanna er á þessa leið:

Nemendur byrja daginn inn í sinni stofu með sínum umsjónarkennara þar sem farið er yfir jólakortin, pakkaskipti og eiga þar notalega stund.

Allir nemendur koma svo saman á sal og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Ef söngurinn heyrist vel er aldrei að vita nema einhverjir gestir renni á hljóðið .........

Litlu jólunum lýkur um kl. 11:45, þegar allir hafa gengið frá í sínum stofum og kvatt sína kennara.

 

Miðvikudagur 3. janúar 2013. Skóli hefst aftur eftir jólaleyfi. Nemendur mæta þá kl. 10:00 samkvæmt  stundatöflu.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón