| þriðjudagurinn 5. ágúst 2014

Senn líður að skólasetningu

Nú er hafinn undirbúningur að skólaárin 2014 -2015 og hefja kennarar sinn undirbúning á því að fara á endurmenntunarnámskeið sem haldin verða dagana 12., 13., og 14.ágúst. Þar verður aðaláherslan á spjaldtölvur í skólastarfi. Næst á dagskrá hjá okkur er svo að setja skólann þann 20.ágúst kl 10:00. Daginn eftir verða svo foreldraviðtölin þar sem við ætlum að setja okkur markmið fyrir veturinn. Tímasetingar á viðtölum verða afhend á skólasetningunni. Í famhaldi af þessum dögum hefjum við kennslu samkvæmt stundaskrá nemenda og kennara.

 

Í haust verður sú nýbreytni að við í skólanum sjáum að mestu um innkaup nemenda á þeim áhöldum og bókum sem nemendur hafa séð um að skaffa á hverju ári. Nemendur þurfa því ekki að fara í stór innkaup og minnum við á það að mikilvægt er að nýta þau áhöld og bækur sem til eru frá fyrri skólaárum. Nánari lista um innkaup má sjá hér vinstri ásamt skóladagatali fyrir skólaárið 2014-15. 

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón