Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 15. október 2024

Jógahjartað og gullskórinn

Jógahjartað hugleiðsla á sal allir nemendur skólans
Jógahjartað hugleiðsla á sal allir nemendur skólans
1 af 3

Nemendur og starfsfólk tóku þátt í hugleiðsludeginum 9.10. sl. eða jógahjartanu. Skólinn hefur tekið þátt í þessum viðburði í nokkur ár. Jógahjartað er styrktarfélag sem vinnur að því að veita börnum og unglingum aðgang að kennslu á jóga og hugleiðslu innan skólakerfisins og boða til friðar á afmælisdegi bítilsins Johns Lennon. 

 

Eftir hugleiðsluna sem allir tóku þátt í saman á sal skólans var "Gullskórinn" afhentur. Gullskórinn er verðlaunagripur til námshóps sem vinnur göngum í skólann átakið. Elsta stig vann mið stig naumlega. Óskum þeim til hamingju með titilinn góða og hvetjum í leiðinni til virks ferðamáta til og frá skóla. 

 

 

« 2025 »
« Mars »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón