Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 13. maí 2013

Ástarsaga í fjöllunum

Möguleikhúsið sýnir barnaleiksýninguna: Ástarsaga úr fjöllunum

í Félagsheimilinu Þingeyri miðvikudaginn 15. maí kl. 16:00

Ástarsaga úr fjöllunum byggir á samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur sem fjallar um tröllskessuna Flumbru og
tröllastrákana hennar átta. Leikgerð og söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur tónlistar er Guðni Franzson. Þátttakendur í sýningunni eru leik- og söngkonan Margrét Pétursdóttir og leikarinn og tónlistarmaðurinn
Valgeir Skagfjörð. Leikmynd, búningar og brúður eru eftir Messíönu Tómasdóttur.

 

Hér er þessi bráðskemmtilega rammíslenska saga flutt á lifandi hátt þar sem saman fléttast frásögn,
leikur og tónlist í fallegri umgjörð.

 

Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 2ja – 9 ára og tekur 45 mínútur í
flutningi.

 

Miðaverð er kr. 2.000.

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón